Mér finnst eins og áhugamálið sé að falla í dvala, minna og minna er af aðsentu efni, umræður lognast útaf þó þær lofa góðu og allt virðist þetta stefna niður á við.

Nú er spurningin, hvað get ég gert ? hvað getið þið gert og bara hvað getum við öll gert til að reyna að snúa þessu ferli við og upphefja SciFi á þann pall þar sem það á heima.

Einnig vill ég biðja ykkur að ekki hika við að senda mér skilaboð ef ykkur finnst eitthvað útaf bera á áhugamálinu eða þið hafið hugmynd að kubb sem þið mynduð vilja sjá hérna, því að oftast eru þetta góðar hugmyndir sem ég myndi vilja framkvæma og myndi gera ef kerfið á huga leyfir það, fer bara eftir hverju dæmi.

Semsagt, ég vill bara biðja ykkur að vera duglegri að senda inn efni, svara því efni sem hefur verið sent inn, ef þið hafið eitthvað útá setja bara segið það, þó á eins kurteislegan máta og þið mögulega getið og hrósið endilega fólki fyrir góða vinnu, þá líður manni betur og ýtir kannski undir að maður sé duglegri að senda inn meira efni. Ég get ekki haldið uppi áhugamálinu einn þó ég sé allur úr vilja gerður, þið verðið líka að hjálpa mér. Að því leyti hef ég talað við hann Steina eða “steinidj” eins og hugarar þekkja hann og hann hefur samþykkt að hjálpa mér með áhugamálið og sérstaklega Star Wars hlutann en þar skortir mig vitneskjuna.

Lét þetta inn sem grein en ekki tilkynningu því ég hef tekið eftir því að kannski 5-10 manns lesa tilkynningarnar mínar meðan talan er margfalt hærri á greinunum.