Tignir í Star Trek Þar sem menn hafa eitthvað verið að velta fyrir sér fyrirkomulagi tigna (ranks) í Starfleet hef ég ákveðið að setja niður smá texta um málið.

Til að byrja með er rétt að benda á að gróflega séð eru til 3 flokkar tigna innan Starfleet. Þessir flokkar eru enlisted,
officers, og flag officers. Innan hvers flokks geta síðan verið til frekari undirskiptingar.

Enlisted.
——————————-
Þetta er flokkur óbreyttra liðsmanna Starfleet. Þeir hafa aldrei farið í gegnum Starfleet Academy, heldur létu hinsvegar skrá sig beint í þjónustu og hljóta mjög einhliða þjálfun sem snýr nær eingöngu að vinnureglum Starfleet og sérfræðiþekkingu á einu sviði. Mjög lítið hefur verið um Enlisted mannskap í þáttunum framanaf, þó að meira hafi borið á þeim í Voyager en annars staðar, og þó Miles O´Brien (TNG/DS9) hafi auðvitað tilheyrt þessum vanrækta flokki.

Þar sem lítið hefur sést af Enlisted hingað til getum við aðeins slegið föstu því sem við höfum séð. Út frá þeim upplýsingum getum við sagt með vissu að til séu:

Crewman
Petty Officer
Chief Petty Officer

Í þættinum The Drumhead (TNG) kemur fyrir ungur maður af gráðunni Crewman, sem hefur gráðunarskilgreiningu tengda tigninni. Við getum því áætlað að til séu nokkrar gráður af Crewman, t.d.:

Crewman, 3rd Class
Crewman, 2nd Class
og Crewman, 1st Class.


Ég man ekki til þess að neinsstaðar hafi sést Petty Officerar, en þar sem Miles O'Brien ber tignina Chief Petty Officer, tel ég víst að gera megi ráð fyrir því að þær séu til. Einnig, þar sem Crewman-sviðið ber gráðun, tel ég að svo hljóti einnig að eiga við um Petty Officer sviðið, og því séu til tignirnar:

Petty Officer, 3rd Class
Petty Officer, 2nd Class
og Petty Officer, 1st Class.

Í herjum nútímans eru svo til þrjár tegundir af Chief Petty
Officerum. Hvort þær eru notaðar í Starfleet veit ég ekki, en

þær eru:

Chief Petty Officer
Senior Chief Petty Officer
Master Chief Petty Officer.

Rétt er að taka fram að í raun eru aðeins Crewmen nefndir enlisted, Petty Officerar og hærri eru kallaðir Non-Commissioned Officers (NCOs), sem nefnist á íslensku að vera yfirmaður án skipanabréfs.

Mikill ruglingur hefur verið með tignmerkingar Enlisted (og Non-Commissioned) mannskaps í Starfleet í gegnum tíðina, og tel ég því miður að ekki sé hægt að slá neinu föstu í þeim efnum.

Í nútímaherjum er einnig til sér svið mannskaps sem kallast
Warrant Officers, og eru Chief Petty Officerar sem hafa gengist í gegnum frekara nám, og eru á leiðinni inn í flokk Officera. Ég man þó ekki til að nein ummerki séu um slíka í Starfleet.

Í víðustu skilgreiningu tel ég að að undanförnum upplýsingum gefnum við getum gefið okkur Enlisted tignir Starfleet samanstandi af eftirfarandi í vaxandi röð eftir vægi:

Crewman, 3rd Class
Crewman, 2nd Class
Crewman, 1st Class
Petty Officer, 3rd Class
Petty Officer, 2nd Class
Petty Officer, 1st Class
Chief Petty Officer
Senior Chief Petty Officer
Master Chief Petty Officer

Officers.
—————————–
Hér er um að ræða þann flokk sem við þekkjum best og sjáum hvað oftast í þáttum Star Trek. Þetta eru tignirnar sem spanna frá Ensign upp í Captain.

Tignina Ensign hlýtur hver sá sem útskrifast úr Starfleet Academy, og telst þá vera það sem nefnist Commissioned Officer (yfirmaður með skipanabréf). Ensign hefur því skipanavald yfir öllum Enlisted mannskap, burtséð frá reynslu þeirra eða tíma innan starfleet. [Íslenskt heiti tignarinnar er Undirforingi]

Næst í röðinni er tignin Lieutnant, j.g. (junior grade). Þó óalgengt sé, kemur það þó fyrir að nemendur sem standa sig af
mikilli sæmd útskrifist úr Starfleet Academy með þessa tign.
[Íslenskt heiti tignarinnar er Undirliðsforingi]

Þriðja tignin er Lieutenant. Þessi tign er sú fyrsta sem telst vera senior rank, og hefur viðkomandi þarmeð rétt til að stýra deild eða undirflokki manna. Eðlilegt telst að þegar hér er komið stýri viðkomandi allt upp undir 100 undirmönnum, blönduðum hópi bæði Officera og Enlisted. [Íslenskt heiti tignarinnar er Liðsforingi]

Lieutenant Commander er fjórða tignin. Þetta er fyrsta tignin í því sem kallast á ensku Command Rank. Það þýðir að Lieutenant Commander er lægsta tign sem má stýra skipi eða stöð, þó venjulega takmarkist það við minni skip og útstöðvar. Nafnið kemur úr gömlum sæhefðum þar sem það hét reyndar Lieutenant Commanding og táknaði Lieutenant sem hafði hlotið leyfi til að stýra minni freigátum. [Íslenskt heiti tignarinnar er Yfirliðsforingi]

Commander er fimmta tign officera, og þurfa Lieutenant Commanderar sem áhuga hafa á að hækka í tign að standast þartilgert próf sem sýnir án tvímæla fram á að viðkomandi hafi það sem til þarf til að takast á við stjórnunarábyrgð. [Íslenskt heiti tignarinnar er Yfirforingi]

Sjötta tignin er svo Captain, sem flestir sennilega þekkja vel. Þó raunin virðist önnur í Starfleet þá er það svo í raunveruleikanum að Captainar stýra bara stærstu skipum (t.d. flugmóðurskipum) á meðan Commanderar og Lieutnant Commanderar stýra þeim minni. [Íslenskt heiti tignarinnar er Skipherra]

Þetta er þá yfirferðin á tignum yfirmanna (Officers) og er hún sem hér segir:

Ensign
Lieutenant, j.g.
Lieutenant
Lieutenant Commander
Commander
Captain

Flag Officers.
———————————–
Af þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að púsla saman virðist sem til séu þrjár gerðir Flag Officera, eða Aðmírála:

Rear Admiral
Admiral
Fleet/Flag Admiral

Það virðist sem allir teljist þeir aðmírálar, og óháð því hverja tignanna þriggja þeir beri þá geti þeir tekist á hendur hverja þá yfirstöðu sem þurfa þykir. Það þýðir það að Rear Admiral gæti þessvegna verið í þeirri stöðu að vera yfirmaður Admirals. Tignirnar sé frekar veittar í virðingarskyni en annað og stöðuveitingar séu byggðar á getu og sérþekkingu hvers fyrir sig frekar en tign.

Ég vona að þessi yfirferð mín hafi útskýrt eitthvað en ekki bara flækt málin.

Kveðja,
Vargu
(\_/)