Ég veit að það hefur oft verið umræða um RÚV og þeirra klúður, en…
Núna á sunnudaginn síðastliðinn fékk ég algjört nóg af RÚV og þeirra klúðri með Voyager þættina. En eins og flestir vita þá var sami þáttur frá því í síðustu viku sýndur, og ástæðan sögð sú að “Sami þáttur er sýndur aftur til að leiðrétta sýningarröð”…hvað sem þessi afsökun þýðir. Þetta er þeirra klúður og við eigum ekki að líða fyrir þetta.
Sjálfur hringdi ég upp í RÚV alveg brjálaður, enda búinn að hlakka til þess allan þennan hundleiðinlega sunnudags að horfa á uppáhalds sjónvarpsefnið mitt. Ég spurði þá hvað þeir voru að pæla með að sýna sama þátt tvisvar í röð, og þá sögðu þeir “Nýji þátturinn barst ekki til landsins í tæka tíð.” !!!!!
Halló! Þessi þáttur var sýndur í bandaríkjunum fyrir um 1-2 árum síðan, ekki eins og honum hafi verið skellt á band í gær og sendur með DHL til RÚV! Ömurleg afsökun.
Ég tel Star Trek aðdáendur vera hlunnfarna réttindum sínum á góðum, réttum og sanngjörnum dagsskrátíma á RÚV. RÚV haga sér einsog Voyager þættirnir séu eitthvað uppbótarefni sem megi alveg eins sleppa að sýna. (Sjá aflýsanir á þáttunum v. Formula1 eða annarra *íþróttaviðburða*)
Það eina góða í þessu er að þátturinn sem var sýndur aftur er þokkalega góður, og meikaði ég alveg að horfa á hann aftur.
Ég ætlast ekkert til þess að þið séuð sammála mér, eða ósammála, í þessum efnum, ég vildi bara koma pirri mínu á framfæri :)