Andorians Andorians er kynþáttur með bláa húð og hvítt hár með tvö nokkurskonar loftnet sem skjótast upp úr hausnum á þeim. Þessi loftnet virka sem skynfæri og hjálpar þeim einnig að halda jafnvægi. Það mætti segja að Andorians séu mjög ofbeldisfull og stríðsöm þjóð en þeir hafa yfirleitt sínar ástæður. Andorians eru hrifnir af tækni en finnst eins og hún eigi að vera notuð með virðingu fyrir náttúrunni og að það megi ekki eyðileggja umhverfið við kostnað nýrrar tækni. Þeir eru agaðir og hafa mikinn persónulegan heiður og gera þess vegna að mínu mati góða áhöfn í geimskipi. Heimapláneta The Andorians er Andor eða á þeirra eigni tungumáli Fesoan, Andor er ein af níu plánetum í The Epsilon Indi system. Andor er stór og heit, lítið af yfirborði plánetunar er vatn.

Það er ekki hægt að segja að saga Andoria sé sögð án mikilla stríða en þessi kynþáttur er frekar stríðsgjarn, það er vitað að Andoriar háðu kjarnorkustyrjöld. Árið 1154 höfðu Andoriar náð Warp capabilities. Herinn hjá Andorium er yfirleitt kallaður The Andorian Imperial Guard og hann er mjög sterkur. Fyrsta samband Andoria við Vulkana var var frekar efnilegt en með tímanum fjaraði þetta samband út. Það fór first að myndast mikil spenna á milli Andoria og Vulkana þegar árið 2151 þegar The Imperial Guard uppgvötaði njósnastöð Vulkana á heimi sem er kallaður P’Jem. Árið 2153 sendu Andorar Kaftein Shran í The Delphic Expanse til þess að ná vopni sem kynþáttur sem heitir Xindi var að búa til svo þeir gætu notað það á móti Vulkunum, Xindi ætluðu að nota þetta vopn til þess að eyða Jörðinni. Shran hitti svo Archer sem stjórnaði skipinu Enterprise og tókust þeir á um vopnið en Archer hafði loksins betur með því að hóta að ætla að sprengja vopnið í skipi Shrans, vopnið sprakk svo stuttu seinna eftir að Shran sleppti því út í geim.

Mig langar að skrifa svoldið um Geimskip sem eru mikið notum á meðal “The Andorian Imperial Guard” sem eru Kumari class starships (battle cruisers). Þessi skip eru 450m á lengd, þessi skip notast við particle-beam weapons, þau eiga að geta tekið við meira en 80 manns um borð, skipin sjálf eru gerð úr Duranium og þessi skip geta ekki farið hærra en Warp 5. Þess má geta að Andoriar eru einn kynþátturinn af fjórum sem stofnaði “The Federation” ásamt Humans, Vulcans og Tellarites. Hérna til hliðar er svo mynd af einum uppáhalds karakter úr Star Trek. Hann heitir Shran og var einn af þeim fyrstu til að prufa Kumari class stjörnuskip.