Það er eitt sem ég furða mig á, Síminn rekur breiðbandið, 365 ljósvakamiðlar reka Digital Ísland og báðir stæra þeir sig af því að hafa heilan helling af stöðvum og eitthvað fyrir alla að horfa á, er það bara ég eða vantar SciFi stöð ?
Ef það er einhver SciFi stöð eða jafningi sem ég hef ekki séð þá endilega látið mig vita, því að þá er þessi grein óþörf.
Allaveganna, þetta er það sem ég skil ekki, af hverju það er ekki SciFi stöð á Íslandi, jú SkjárEinn sýnir Battlestar Galactica en meira veit ég ekki um. Af hverju ekki að fara í samningaviðræður við SciFi Channel um sýningarrétt á Íslandi, svo mikið veit ég að ég myndi kaupa annaðhvort Digital Ísland eða Breiðbandið bara til að fá þessa einu stöð ef þeir hefðu hana í sýningum. Svo ég skora á alla að senda póst á fulltrúa 365 ljósvakamiðla og Símans og hvetja þá til að fá þessa stöð eða einhverja sambærilega inní sein kerfi og komum almennilegri SciFi menningu í gang á Íslandi.
Síminn: 8007000@siminn.is
365 Ljósvakamiðlar: digitalisland@digitalisland.is