Var lucas að verða gjaldþrota áður en síðasta mynda var gerð.
Held ekki. Þegar star wars kom út hafði 20th century fox ekki mikla trú á því að myndinn myndi slá í gegn þannig að Lucas fékk greitt með prósentu af hagnaði myndarinnar. Ég þarf ekkert að lýsa vinsældum hennar en hún var mest sótta mynd í 20 ár eða þanngað til að kvennfólkið flykktist á Titanic. Og dróu kallanna með. Þetta með að hann hafi gert myndina PM bara til að græða er bara helvítisrugl. Hún var mikið sjónarspil og hélt nafni Lucas á lofti og ég tala ekki um fyritæki hans industrial light and magic. Setur staðlana fyrir hin brellufyrirtækinn. Ég held bara að hann hafi átt draum og hann gat látið drauminn rætast. Ok það finnst ekki öllum síðasti draumurinn góður en hey haldið þið að ef þið gætuð kvikmyndað draumana ykkar allveg eins og þið ímyndið ykkur þá myndi þá einhver borga 700-800 kall til að sjá hann. Maðurinn er snillingur.
PM gefur góð fyrirheit um framhaldið og guð hjálpi mér, ég get ekki beðið.