Sæll Olinn
Ég veit ekki alveg hvort þetta svarar spurningu þinni vegna þess að það sem ég er um það bil að fara að rita hérna er ekki alveg um Trans Warp Drive.
Í Startrek III kemur Excelsior class skipið fram og á, eins og þú sagðir, að hafa innbyggt Trans Warp Drive, og þegar kemur að því að reyna það þá virkar það ekki sökum Scotties og úrræðasemis hans.
Ef við eigum að fara að bera saman hraða í hinum ýmsu Trek þáttum og þáttaröðum og þeim nýjustu upplýsingum mínum um hraða og hraðatakmarkanir þá er það svolítið erfitt nema í einu tilfelli og það er Warp 1 sem hefur í minni bestu vitneskju verið ljóshraði. Samkvæmt The Startrek Encyclopedia þá er Warp1 einfaldur ljóshraði sem er 670 milljón mílur á klukkutíma. Þar stendur einnig að Full Impulse sé 1/4 ljóshraði og þá er 1/4 impulse = 1/16 ljóshraði sem er 670.000.000/16 = 41.875.000 mílur á klukkustund og 697.916,66666…667 mílur á mínútu.
Sá punkur sem ég er að setja fram hér er sá að í Startrek III gaf Kirk þá skipun inni í Spacedock að fara á 1/4 impulse hraða og einnig heyrðist að aðeins mínúta væri þangað til að þeir færu út um dyrnar, þannig að niðurstaðan er hér:
Annað hvort er Trans Warp Drive það sama og eins uppbyggt á TOS tímabilinu og TNG,VOY,DS9 tímabilinu eða þetta er bara orðaruglingur.
Vegna þess að það er bara óhugsandi að þessi Spacedock í STIII hafa verið að ca 1400 þúsund mílur í þvermál. Þannig að ég held að það hafi verið allt annað á bakvið Trans Warp Drive i TOS og svo í Voyager.
Þetta er bara sú útskýring sem ég get komið með, bara smá pælingar hjá litlum Trekkara.
En ef einhver hefur eitthvað út á þetta að setja þá endilega….
Kveðja
Reyni