Nú sér fólk titilinn, annaðhvort er því alveg sama, það veit hver Jack O'Neill eða það spyr sig: Hver er Jack O'Neill.
Jack O'Neill er persóna úr sívinsælu sjónvarpsþáttunum Stargate SG-1, bíómyndinni Stargate og svo kemur hann einnig smá fyrir í þáttunum Stargate Atlantis.
Jack O'Neill sem var leikinn af Kurt Russell í Stargate myndinni er leikinn af Richard Dean Anderson í þáttaröðunum, allir sem hafa horft á Stargate myndina og þættina hljóta að velta fyrir sér hvort þetta sé sama persónan, sá sem Kurt Russell leikur er alvarlegur og hefur mjg takmarkaðan húmor, einnig er talað um hann sem Jack O'Neil með einu L-i en persónan sem Richard Dean Anderson leikur tekur starfinu alvarlega en einhvernveginn tekst að gera grín að öllu og getur alltaf látið mann hlægja en nafnið hans er skrifað með O'Neill. Einnig í Stargate þáttunum hefur allaveganna einu sinni verið vitnað í Jack O'Neil sem á einmitt að hafa engan húmor, þar sem Richard Dean Anderson ítrekar að nafnið hans er skrifað með tveim L-um en ekki einu.
En ef maður skoðar seríurnar og myndina þá sér maður að þetta er sama persónan, bæði er oft vitnað í það sem gerðist í myndinni í þáttunum og svo eru aðstæður þeirra beggja þær sömu, sonur þeirra beggja drap sig með byssu sem hann fann en Jack O'Neill átti.
En til að byrja greinina almennilega.
Jack O'Neill gekk í herinn við átján ára aldur þar sem hann sýndi fram á einstaka hæfileika og var seinna færður í sérdeild hersins, betur þekktar sem “Special Forces”. Ekki er mikið vitað um þann hluta lífs hans en vitað er að hann hætti í hernum þegar sonur hans skaut sig með byssunni sem Jack átti og hafði því miður ekki gengið almennilega frá, konan hans skildi við hann og Jack missti löngunina til að lifa. Nokkrum árum seinna var hann dreginn inní Stargate verkefnið af General West sem vissi að Jack væri í sjálfsmorðshugleiðinum og ætti því ekki erfitt með að fórna sjálfum sér ef það þyrfti.
Eftir það Stargate verkefni byrjaði hann að fá áhuga á stjörnum, hætti aftur í hernum og hékk heima hjá sér skoðandi stjörnur allan daginn. Seinna var hann dreginn enn einu sinni aftur inní Stargate verkefnið af General Hammond þar sem hann tók við stjórn SG-1 eða Stargate Group One sem er þeir bestu af þeim bestu. Hann hafði öðlast vilja til að lifa aftur. Lífið hélt áfram sinn vanagang, SG-1 bjargaði heiminum nokkrum sinnum en svo í áttundu seríu fær Jack O'Neill stöðuhækkun í Brigadier General og tekur við stjórn SGC (Stargate Command) og hættir í SG-1. Hann byrjar að velta sér uppúr því af hverju hann tók starfinu, hann hafði skemmtilegt starf sem var háskalegt og spennandi en núna var hann orðinn skrifstofublók sem þurfti að passa að það var til nægilegt magn af kartöflum fyrir matinn.
Í níundu seríu fékk hann stöðuhækkunin í Major General og er búist við því að hann taki enn sinu sinni við starfinu af General Hammond og verði yfir Homeworld Security í beinu samstarfi við forsetann en hann mun færast inní bakgrunnin í þeirri seríu og koma aðeins sem gestaleikari.
Persónulega mun ég sakna persónunnar, finnst húmorinn hans alltaf vera skemmtileg viðbót við þættina, Richard Dean Anderson sem annar framleiðandi þáttana heimtaði líka að persónan hans hefði skemmtilegan húmor og gæti komið með skemmtileg skot á óviðeigandi timum.
(Jack to an annoying reporter)
Jack: Alright… if you're gonna go ahead with it, I wanna make sure you get one thing right. It's O'Neill, with 2 L's. There's another Colonel O'Neil with only one L - he has no sense of humor at all.
Jack: AK-47s, a couple of Uzis… who eliminated the 15-day waiting period for those weapons?
Sam: And it looks like a pair of 50 .cals.
Jack: Does the concept of overkill mean anything to anybody?
Einnig er eitt annað persónueinkenni við O'Neill en það að hann gerir alltaf lítið úr gáfum sínum þó að hann sé andskoti gáfaður, man að ég las einhversstaðar að hann hefði allsvaðalegar gráður úr einhverjum virtum háskóla, man bara ekki hvar það stóð né hvaða gráður hann hafði :)
Jæja, held að þetta sé komið alveg fínt um hann Jack O'Neill