Þegar Mandalorian stríðið endaði, var Mandalorian kynþátturinn að meirihluta útdauður. Þeir fáu sem voru eftir, földu sig á mismunandi stöðum í vetrarabrautinni.
Jango ákvað að leggja það sem hann hafði lært að góðri notkun, og með geimskutluna Slave I sem faratæki, gerðist hann hausaveiðari. Brátt varð Jango þekktur fyrir afrek sín í gegnum vetrabrautina þvera, svo ekki sé minnst á þá Jedia sem hann drap í lokaköflum Mandalorian stríðsins. Þrátt fyrir þetta leit Jango á sig sem einfaldan mann sem var aðeins að vinna fyrir sér.
Í kringum tíma Stríðsins yfir Naboo, var maður að nafni Darth Tyranus sem hafði samband við Jango. Tyranus ræður Jango til að taka fyrrverandi lærling sinn, Komari Vosa, af lífi. Jango þarf að keppast um skotmarkið við Montross, sem tilheyrði Death Watch í Mandalorian stríðinu. Hann drepur Vosa með hjálp óreynds hausaveiðara, Zam Wesell að nafni. Tyranus var hrifinn af árangri Fetts, og býður honum háa fjárhæð fyrir óvenjulegt starf. Jango skuli vera sniðmát að her klóna. Jango tekur við þessu tilboði, og milljónir klóna eru þróaðir í hans mynd. Hann heimtar hinsvegar að einu klóni skuli ekki vera gefið lyf til að hraða vexti og hreinsa burt persónuleika, svo hann geti alið þann klóna upp sem son sinn. Tyranus verður að ósk hans og sonur hans fær nafnið Boba Fett. Jango hætti ekki störfum, en tók að sér færri störf, og á Kamino þar sem hann elur upp son sinn, hjálpar hann Kaminounum að þjálfa klón herinn.
Tíu árum seinna er Jango ráðinn til að taka Padmé Amidala af lífi. Honum mistekst þetta og þarf að drepa félaga sinn Zam Wesell til að halda nafni sýnu leyndu. Jedi Riddaranum Obi-Wan Kenobi tekst að rekja morðvopnið til Kamino, þar sem hann uppgötvar klónaherinn, en Jediarnir vissu ekki af þeim her. Fyrstu kynni Kenobi og Fett eru friðsamleg, en þegar Kenobi reynir að handsama Fett og spyrja fleirri spurninga, lenda þeir í slagsmálum sem enda með því að Kenobi virðist falla ofan í sjó Kaminos.
Jango og Boba sleppa í Slave I skutlunni, en Kenobi rekur þá til plánetunnar Geonosis þar sem hann kemst að því að Jango og Count Dooku hafa stofnað bandalag við the Confederacy of Independant Systems. Kenobi var handtekinn og dæmdur til dauða, ásamt Anakin Skywalker og Padme Amidölu sem komu honum til bjargar.
Count Dooku, Jango og Boba Fett, Nute Gunray og Gilramos Libkath eru sérstakir gestar erkihertoga Geonosis, Poggle the Lesser, og fylgjast með aftökunni í sérstakri stúku.
Athöfnin er trufluð þegar Mace Windu kemur til bjargar ásamt öðrum Jedium og klónum, og braust þá út hrikalegur bardaga á milli klónanna og bardaga vélmanna frá the Confederacy. Jango Fett tekur þátt í bardagnum, og tekst jafnvel að drepa einn meðlim úr Jedi Council-inu, Coleman Trebor, en er á endanum afhöfðaður af Mace Windu.
Jango lifir ekki til að sjá klóna sína taka þátt í Klónstríðinu, sem rífur vetrabrautina í sundur, né til að sjá son sinn Boba gerast hausaveiðara og halda arf sínum lifandi.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.