Jæja, svona til að halda uppá að þessi kubbur sé kominn datt mér í hug að skrifa um Prometheus eða BC-303 úr Stargate seríunum.
Þrátt fyrir einhver rifrildi frá Col. Jack O´Neill sem vildi skýra skipið “Enterprise” þá var ákveðið að skýra skipið Prometheus en það var einnig hönnunarnafnið. Persónulega sprakk ég úr hlátri þegar ég heyrði Jack O´Neill væla yfir því að herinn vildi ekki skýra skipið Enterprise.
Prometheus er fyrsta skipið í sínum flokki og um leið og það var tilbúið var það orðið “útrunnið” en tækninni flaug áfram, bæði þar sem SGC fékk nýja tækni frá Asgard og svo náðu þeir að stela nýrri tækni frá Goa'uld.
Skipið sjálft getur tekið á loft og komist á sporbaug um jörðu á u.þ.b. 30 sekúndum og getur ferðast á allt að 177þúsund kílómetrum á sekúndu með svokölluðum Sub-light engines. Líkt og impulse drive úr Star Trek.
Prometheus á systurskip sem heitir Daedalus sem er víst mun betra. Líkt og NX-02 í Star Trek er þróaðra heldur en NX-01 einfaldlega af því að tækninni fleygði áfram á milli því sem skipin voru byggð.
Prometheus var rænt áður en það var tilbúið af fulltrúum NID sem heimtuðu að Col. Frank Simmons og Adrian Brody yrði sleppt. SG-1 náði að bjarga skipinu aftur þar sem Asgard bað þá um hjálp við að berjast við Replicators, í þakklætisskyni gáfu Asgard nýja tækni í skipið. Meðal annars öflugra Hyper-Drive, ný vopn, skildir, transporter tækni og ýmist annað.
BC-303 getur tekið á við Goa'uld móðurskip þó að það sé miklu minna en getur þó takmarkað tekið á Wraith hive ship en Wraith er einn aðalóvinur mannanna í Stargate Atlantis.
BC-303 er vopnað með venjulegum missiles þó að Prometheus hefur Asgard vopn, meðal annars fallbyssur og plasma fallbyssur.
Eitt BC-303 skip getur tekið með sér 8 F-302 til að berjast en F-302 flaugarnar geta farið frá skipinu og aftur inn jafnvel á meðan skipið er í bardaga.
Jæja, vona að þið njótið þessa, finnst greinin eitthvað vera veikluleg.