Þessir erfiðu tímar leiddu til þess að Grievous varð öryggisstjóri í Millivetrabrautarbankanum. San Hill, stjórnandi bankans tók eftir því að Grievous bjó yfir snilligáfu í herstjórnun og var frábær bardagamaður. San Hill lét þessar upplýsingar ganga yfir til stjórnanda Bandalags Sjálfstæðra Plánetukerfa, Count Dooku (Sem var leynilega Darth Tyranus). Dooku og meistari hans, Darth Sideous, ákváðu að tæla Grievous í að stjórna her Bandalagsins. Þrátt fyrir endurtekin tilboð frá Hill, neitaði Grievous að stjórna hernum.
Sidious, ásamt Dooku og Hill, létu setja sprengju í geimskutlu Grievousar, og kenna Lýðveldinu um.
Grievous hlaut lífshættuleg meiðsli í sprengingunni. Deyjandi lík hans var tekið til Geonosis, þar sem heili og augu hans, ásamt öðrum líffærum voru grædd í véllíkama sem Geonosianarnir byggðu sérstaklega til að gera Grievousi kleift að hreyfa sig náttúrulega.
Líkaminn var byggður úr Durasteel, og Armor-plated Duraniumi. Líkami hans er nógu sterkur til að taka við fullhlöðuðu skoti úr geisla-fallbyssu stórrar geimskutlu. Á hverri hendi eru 6 puttar (Sem gera 3 putta á hverja “Hálf-hönd” þegar þær skiptast upp í 4 hendur). Fætur hans og klær geta orðið segulmagnaðar, og geta haldið sér með sterku gripi jafnvel í engu þyngdarafli. Innyfli hans eru lokuð inni í þrýstingshlöðnu hólfi, sem er fyllt með lífrænum vökva svo að líffæri hljóti ekki veiruskemmdir, og einnig til að halda líffærunum nógu vel hituðum. Gervi-æðar eru notaðar til að pumpa blóði í líffærin, sem gerir honum einnig kleift að halda lífi í loftlausu tómarúmi, sem sýnir sig þegar hann sleppur frá Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker úr flaggskipi sínu.
Það gæti hafa verið hatur hans gangvart Lýðveldinu, eða þakklæti í garð Bandalagsins og vísindamannanna sem bættu heilastarfsemi hans á meðan hann var meðvitundarlaus, en þegar hann vaknaði úr dái tók hann glaður til tilboði Hills um að stjórna her Bandalagsins gegn Lýðveldinu.
Í Klónstríðinu hafði hann sérstaklega mikla óbeit á Jedium, og sýndi einstaklega mikla grimmd í þeirra garð. Hann gerði sér það persónulegt markmið að leita uppi og niðurlægja hvern einasta Jedi sem hann hitti með því að sigra hann og eigna sér geislasverð hans. Þetta var vegna þess að Jediarnir stóðu með Huk plánetunni í fyrra stríðinu, en gæti líka hafa verið vegna mikilla vináttu sem ríkti á milli hans og Jango Fett, sem var drepinn af Jedi Meistaranum Mace Windu með geislasverði. Talið er að Grievous hafi í stuttan tíma alið upp Boba Fett eftir að Jango lét lífið.
Það kemur á óvart (Miðað við hæfni hans með geislasverð) að hann er algjörlega laus við kunnáttu á Mættinum. En hann bætir það margfalt upp með kunnáttu sinni á geislasverðsbardaga, enda var honum kennt af Count Dooku.
Grievous tók virkan þátt í Klónstríðinu alveg frá byrjun, en tilvist hans var haldin leyndri, þar sem enginn Jedi slapp frá honum lifandi. Hann var í leynihelli sínum undir jörðu Geonosis, og horfði á blóðbaðið þegar Baráttan um Geonosis tók sér stað. Það var þar sem hann drap sinn fyrsta Jedi. Gerðir hans þar gegn klónunum og Jediunum, gerðu Bandalagsstjórunum að sleppa frá Geonosis.
Jediarnir sem fundi lík þeirra Jedia sem Grievous hafði drepið, trúðu því að viltl dýr hefðu drepið þá, en þeim fannst skrítið að öll geislasverð þeirra voru ekki á líkunum. Grievous kom fyrst fram opinberlega þegar hann slátraði 7 Jedium við Bardagann yfir Hypori. Með bættum líkama sínum gat hann barist við 5 Jedia í einu, og aðeins 3 lifðu baráttuna af. Lýðveldið skalf af ótta við hæfni hans í að skipuleggja árásir, og brátt sigraði hann heim eftir heim.
Grievous kom aftur upp á yfirborðið þegar hann notaði fyrsta flotann í Bardaganum yfir Coruscant sem yfirhilmingu, þegar hann rændi Supreme Chancellor Palpatine. Þar drap hann Jedianna Foul Moudama og Roron Corobb. Shaak Ti barðist einnig við hann en hún slapp lifandi, þrátt fyrir að Grievous bætti geislasverði hennar í ógurlega safn sitt. Rétt áður en hann gat sloppið með gísl sitt lenti hann í Mace Windu, sem notaði Máttinn til að kremja vélarnar í kringum líffæri hans, sem útskýrir hósta hans í Episode 3.
Lt. Commander Needa skipaði Grievous að gefast upp og afhenda gíslið, en hann hótaði að drepa Palpatine ef honum var ekki leyft að sleppa.
Á þeirri stundu mættu Jedi Riddararnir Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker til að bjarga Palpatine. Björgunin heppnaðist enn Grievous slapp.
Grievous gat barist með 6 geislasverð í einu, með því að halda á einu í hverri hendi, eitt í hvern fót á meðan orkuviftur héldu honum uppi. Grievous ferðaðist með lífvörðum sínum, par IG-100 MagnaGuard vélmanna, sem voru vopnaðir rafmagnsstöfum. Þessir rafmagnsstafir eru fyrsta vopnið í Star Wars myndunum sem er ekki geislasverð og þolir samt högg frá geislasverði.
Hreyfingar hans minna á apa, staða hans og almenn geislasverðsnotkun.
Bardagatækni Grievousar byggist á því að láta andstæðinginn einbeina sér að hættulausum útlimum, og slá þá niður með þeim sem Jediinn fylgist ekki með. Þetta er misleiðing sem aðeins reyndustu Jediar geta barist gegn.
Eini þekkti veikleiki Grievousar var sá að hann gat ekki tekið beint högg frá Mættinum.
Þegar hann barðist fyrst við Jedi Riddara (The Battle Of Hypori) reyndu Jediarnir að nota Máttinn til að henda hlutum í hann. Vegna ofurmannlegra viðbragða Grievousar reyndist þetta illa. Grievous var mjög sjálfsöruggur bardagamaður, en eftir að Mace Windu notaði Máttinn til að kremja búk hans, varð viðbragðstími hans lengri og hann varð ragur, ásamt hóstanum sem hann þróaði.
Hann stjórnaði Droid herum Bandalagsins undir stjórn Darth Sideusar og Counts Dooku. Hann var hundeltur af Lýðveldinu og Jedium, en slapp naumlega í hvert skipti.
Grievous faldi sig á plánetunni Utapau, en þar hitti hann aftur Obi-Wan, annan sannan meistara Máttsins. Enn aumur eftir skrokkshöggið frá Windu, Grievous missti tvo handleggi og flúði bardagann.
Obi-Wan elti hann, á meðan fjölmargir klónar og droid börðust í kringum þá. Grievous og Kenobi börðust hvorn við annan “hand-to-hand” á meðan Grievous reyndi að sleppa í geimskutlu sinni. Kenobi náði að opna búk hans þar sem hann var alvarlega skemmdur eftir Windu, og drap Grievous með nokkrum vel staðsettum skotum úr geislabyssu.
Grievous hafði loksins fallið, og sigur Lýðveldisins í Klónstríðinu var óneitanlegur.
Eins og Darth Maul og Count Dooku, á General Grievous að sýna einkenni frá hinum eina sanna lærlingi Sideousar, Darth Vader.
Darth Maul var framfylgjari vilja Sideousar, og látin halda hlýðni í fylgjendum hans, og slátra þeim sem mómæltu honum.
Darth Tyranus (Dooku) var ógnangi fyrrverandi Jedi Riddari með yfirvofandi nærveru og varð Sith.
Og Grievous var lífvera sem lifði aðeins með hjálp véla.
Jediar sem Grievous drap:
Daakman Barrek
Soon Bayts
Roron Corobb
T'chooka D'oon
Foul Moudama
Adi Gallia
Sha'a Gi
Jmmaar
Nystammall
Puroth
Tarr Sei
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.