Allir Jedi velja þá mynd geislasverðs-bardaga sem passar best við sig. Til dæmis notar Yoda Ataru, sem bætir upp fyrir hæð hans. Mace Windu notar Vaapad til að nota reiði sína sér til hjálpar, og stjórna henni svo hann falli ekki til Myrkru Hliðarinnar. Count Dooku notar Makashi, fyrst og fremst vegna þess hve oft hann tekur upp lightsaber-to-lightsaber bardaga en á sama tíma leggja áherslu á þokka og nákvæmni.
Form 1: Shii-Cho. Yngstu nemendurnir læra þessa mynd áður en þeir fara í kennslu til Jedi Meistara og verða Padawan.
Form 2: Makashi. Makashi er sú mynd sem byggist á lightsaber-to-lightsaber combat. Því er lýst sem þokkafullu og kraftmiklu, og þarfnast mjög mikla nákvæmni. Makashi notast við litlar og nákvæmar stungur, ólíkt “Verja-og-skera” taktík annara mynda. Þessi mynd kemur sér ómetanlega vel þegar barist er við andstæðing með geislasverði, en þegar andstæðingarnir eru fleiri en einn, eða vopnaðir með skotvopnum, býr þessi mynd ekki yfir neinum kostum. Á Klónstríðs-tímabilinu var Jedi Order-ið nánast hætt að kenna þessa mynd bardaga, vegna þess að svo sjaldgæft var að Jedi þyrfti að berjast við andstæðing vopnaðan geislasverði, að Jedi Meisturum fannst Makashi orðin úrelt. Hinsvegar var þessi tækni mjög algeng á fyrri árum, þegar geisla-skotvopn voru mjög sjaldgæf.
Darth Tyranus (Count Dooku) hafði fullkomnað þekkingu sína á Makashi, og voru fáir Jediar viðbúnir þessari mynd bardaga. Einnig er líklegt að General Grievous hafi notað Makashi, þar sem Count Dooku var kennari hans.
Form 3: Soresu. Eftir að hafa sigrað Darth Maul á Naboo, ákvað Obi-Wan Kenobi að fullkomna þekkingu sína á Soresu, sem er sú mynd sem byggist aðeins á vörn, þar sem kennari hans Qui-Gon Jinn og myndin sem hann notaði (4) féllu gegn Maul. Soresu tæknin var þróuð til að gefa Jedium betri sjálfsvarnar tækni. Á þessum tíma voru nánast allir í vetrabrautinni sem áttu geislaskotvopn og þar á meðal allir helstu andstæðingar Jedianna. Jedi Ráðið vildi þróa tækni sem gæti verndað Jedianna, en á sama tíma gætu skotvopns-andstæðingarnir ekki endurtekið vörnina, né unnið á móti henni.
Þróuð til að beina geislaskotum frá Jedianum, Soresu notast við hreyfingar mjög nálægt líkamanum, sem gefur nánast fullkomna vörn á meðan Jediinn eyðir eins lítilli orku og hægt er.
Þessi tækni skilur mjög fá líkamsparta eftir óvarða, sem gerir vel-þjálfaðan notanda nánast ósigrandi. Notandinn heldur sig á varnar-hliðinni, þangað til andstæðingurinn þreytir sig, og aðeins þá ræðst notandinn á hann.
Form 4: Ataru. Sá sem stundar Ataru notast mikið við loftfimleika, semsagt stökk og hreyfingar sem oft eru taldar líkamlega ógerandi. Qui-Gon Jinn og Yoda voru iðkendur Ataru, eins og sést í einvígi Jinns við Darth Maul, og einvígi Yoda við Count Dooku. Obi-Wan Kenobi var mjög langt kominn með þjálfun sína í Ataru, en skipti yfir í Soresu því honum fannst dauði meistara síns sýna fram á stóran galla í varnarhluta tækninnar. Samt sem áður notaði Kenobi Ataru hreyfingar í einvígum sínum vit Sith meistaranna Darth Tyranus (Count Dooku) og Darth Vader (Í Revenge of the Sith).
Darth Sideous notar einnig Sith útgáfuna af Ataru.
Þegar þeir lenda í erfiðum aðstæðum, notast iðkendur Ataru við Máttinn, til að geta stokkið hærra, gera sig hraðari og sterkari, og eru þessvegna sumir Ataru Jediar sem geta hreyft sig svo hratt að þeir sýnast vera þoka. Yoda notast oft við þetta í sínum einvígum, vegna sterks sambands hans við Máttinn. Ataru er mjög góð tækni á móti einum andstæðingi, en skilur oft Jediann varnalausan fyrir árásum marga óvina í einu. Þess vegna er gott að nota Ataru í einvígi, en ekki í stríði.
Form 5: Shien/Djem So. Shien/Djem So er tækni notuð af iðkendum Soresu, sem vildu frekar sækja að óvini sínum en að verjast gegn honum. Varnarlegt eðli Soresu leiddi oft til hættulegra langdregna bardaga. Tækni 5 er samanblanda af Tæknum 2 og 3. Á meðal iðkenda Shien/Djem So má helst nefna Anakin Skywalker (Sem hann sjálfur og Darth Vader), Luke Skywalker, og Jedi Meistarinn Plo Koon. Tækni 5 er þekkt sem varnartækni sem leiðir vörn í sókn. Góð dæmi um þetta eru hvernig iðkendur Tæknar 3 beina geislaskotum frá sér, bein iðkendur Tæknar 5 geislaskotum frá sér, og aftur að andstæðingi sínum. Shien/Djem So Jedia reyna oft að yfirbuga árásir andstæðinga sinna með föstum höggum, og hefur reiðin sem þessi tækni notast við fært henni andmæli margra Jedia.
Form 6: Niman. Niman var staðaltæknin á meðan Klónastríðinu og Jediútþurrkuninni stóð yfir. Niman er kölluð Diplómatíska Tæknin. Þetta sér maður í Episode 2 þegar langflestir Jediarnir sem voru viðstaddir við Bardagann yfir Geonosis og notuðu Tækni 6, létu lífið. Allir þeir sem notuðu Niman, dóu á Geonosis, flestir vegna þess að Niman gat ekki varið Jedianna frá frábærlega vel staðsettum skotum frá Jango Fett. Tækni 6 sameinar allar tæknir sem komu á undan henni, sem endar með því að þekking Jedianna á öllum tæknunum er takmörkuð, sem gefur þeim meiri tíma í að einbeita sér að pólitík og að enda deilur friðsamlega.
Þekktir Jediar sem iðkuðu Niman eru allir látnir.
Form 7: Juyo. Tækni 7 hafði verið ófullkomnuð í marga áratugi þegar meistarinn Mace Windu fullkomnaði hana með Vaapad bardaga stíl sínum. Þetta er erfiðasta tæknin til að læra, þar sem hún krefst gífurlegrar skilningar á hinum 6 tæknunum, og ótrúlegrar einbeitingar. Aðeins 3 Jediar hafa fullkomnað kunnáttu sína á Vaapad: Mace Windu, Sora Bulq og Depa Billaba. Hinsvegar kom í ljós að lærlingur Windu og Bulq, Billaba var ekki nógu sterkur til að leyfa Mættinum að flæða í gegnum sig og skilja Myrku og Ljósu Hliðina, og féll til Myrku Hliðarinnar. Einnig féll Bulq. Vaapad er í rauninni undirtækni af Juyo, þar sem Juyo byggist á hröðum og fáguðum hreyfingum, og Vaapad tækni Windus notar tilfiningar til að knúa árásirnar (Sem útskýrir afhverju Bulq og Billaba féllu til Myrkru Hliðarinnar, og Windu vill drepa Sidious í stað þess að afhenda hann til Lýðveldisins.).
Juyo er þannig séð léttari tækni til að hækka þekkingu sína á en Vaapad, en getur ekki verið fullkomnuð án skilningi á Vaapad. Einnig minnkar Juyo líkurnar á að iðkandinn falli til Myrku Hliðarinnar.
Tækni 7 er ekki jafn fancy og Tækni 4, en notast einnig við Máttinn. Árásirnar líta ekki út fyrir að vera tengdar saman, en það er aðeins til að rugla andstæðinginn, sem endar í óútreiknalegum árásum. Tækni 7 heimtar sömu andlegu og líkamlegu skilyrði og Tækni 5, en á auðveldara með að stjórna þeim. Tækni 7, þegar hún er fullkomnuð, gefur iðkendum ótrúlega krafta.
Vaapad kemur hættulega nálægt því að nota Myrku Hliðina, þar sem hún beinir reiði og hatur iðkandans í árásirnar. Aðeins vegna þess hve mikinn skilning Mace Windu hefur á Ljósu Hliðinni, hefur hann ekki fallið til hinna Myrku. Vaapad var mjög sjaldan, ef einhverntímann kennt, en það segir sig sjálft. Darth Maul notar sérstaka útgáfu af Juyo sem hann sameinar með bardagalist.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.