Battlestar Galactica
Sælt veri fólkið. Vill byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með ný stofnað áhugamál með þessum hérna litla broskalli : ).
Að því loknu byrja ég á grein minni…..
Árið 1977 var gefin út kvikmynd sem bar nafnið “Star Wars” eins og flest allir vita sló þessi kvikmynd rækilega í gegn og á hún ennþá dag í dag stórann aðdáanda hóp. Fólk fór alveg yfirum yfir þessari mynd, hafði ekki séð annað eins áður og skilaði myndin góðum hagnaði.
Kvikmyndaverið universial horði með öfundar augum á þetta nýa æði sem upp var komið og ákváðu einhverjir feitir yfirkallagaurar að búa til mótsvar, þætti sem yrðu mjög líkir star wars kvað hugmyndina varðar og myndi fyrst og fremst búa til fullt af fullt af peningum.
Árið 1978 voru “Battlestar Galactica” þættirnir settir á færibandið. Þættirnir voru auglýstir og auglýstir, það voru gefnir út nestiskassar og annað drasl með lógóinu áður en fyrsti þátturinn var settur í loftið, þessir þættir skyldu slá í gegn og það betur en þetta Star Wars dótið.
Ólíkt star wars var Battlestar Galactica sjónvarpsería. Men höfðu ekki séð eins stórar og miklar leikmyndir áður fyrr sjónvarpseríu, peningunum var spreðað í þessa tilkomandi peningavél.
Þú lesandi góður tekur eflaust eftir smá galla við þennan stórkostlega þátt sem ég tala um, þú hefur aldrei heyrt um þá! (efast um það) Enda ekki skrítið. Þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur, stórfyrirtækið dældi pening í búningana og glimmerið, Tæknibrellur og módel en já söguþráður…. Tja voru ekkert svakalega mikið að pæla í honum kvað þá plotti, til kvers!
Stór og of oft endurtekinn mistök. það er samt fyndið að sjá áhöfnina missa alla ættingja sína og allt sem þau þekkja og já kvað fara þau að gera, þau fara að sjálfsögðu á cassino moon og fara að chilla með cassino stelpunum eins og ekkert hafi í skorist vúúhaaa jack pott!!!!
Jæja þáttaröðin var algjört prump og var þessu copy cat drasli hætt eftir eina seríu.
Síðan liðu 26 ár…….
Á þessum 26 árum fór maður að nafni Ronald D. More að gera vart við sig sem sci fi rithöfundur. Ronald byrjaði á að skrifa fyrir Star Trek Next Generations. Ég hafði persónulega aldrei heyrt á manninn minnst. Ég glugga aðeins á hann á imdb og sá að maður hefur tekið þátt í ágætis dóti. hann var til dæmis 1 af 3 sem skrifuðu star trek Fyrst Contact sem flestir telja bestu star trek bíómyndina. Hann skrifaði síðan mest fyrir Deep space nine svo eitthvað sé nefnt.
DS9 leið undir lok og Ronald skildi við Star Trek. Hann var þreyttur á þessari star trek uppsetningu og bólaði í honum hugmynd um að búa til nýa seríu. Hann skrifaði niður drög af sci fi heimi og söguþráðum og reyndi að selja kvikmyndaverunum en var neitað, kvikmyndaverunum leist ekki nægilega vel á að taka upp glæ nýtt konsept og hætta á að það meikaði það ekki og var honum því hafnað.
Ronald D. More leitaði lausnar á vanda sínum og fann hana er hann rakst á gamla seríu sem universial átti. Sjónvarps serían Battlestar Galactica var í eigu universial sem hann var að reina að díla við. Hann horði á þættina og sá að ýmislegt í heiminum var líkt því sem honum langaði að gera. Hann endurskrifaði marga grundvallarþætti í þáttunum og hellt öðru. Ronald lagði hugmyndina fyrir nefndina og feitu kallarnir brostu og gáfu broskallastimpill á allan pakkann.
Í dag er búið að gera eina mini seriu (2 þættir), seríu 1 (13 þættir) og er verið að sýna seríu 2 í bandaríkjunum og eru margir að míga á sig af spenningi yfir því sem er að gerast á þeim punkti.
Ég tek hattinn ofan fyrir Ronald því þessir þættir eru magnaðir. Þarna hefur maður endurgerða seríu sem var ætlað í upphafi að apa eftir star wars en failaði vegna lélegs söguþráðs. Við þetta er bætt andskoti góðum og vönum sci fi rithöfundi sem aldrei hefur fengið að vinna alveg með lausar hendur og búmm, útkoman er hreinasta snilld.
Battlestar Galactica er skylduáhorf fyrir kvaða si fi áhugamann sem er. Bara byrja á að horfa á fyrsta hluta mini seriunar og vera ekkert að lesa um hvernig heimurinn er, bara sjá þetta um leið og þetta birtist á skjánum.
(ef einhver er mótfallin star trek sem já Ronald skrifaði mikið fyrir þá má benda á að serían hefur lítið sem ekkert sameiginlegt. Markmið hans þegar verið var að hanna skipið Galactica var að hafa það eins ólíkt öllu sem Enterprise skipin voru og stóðu fyrir, hann vildi sinn eigin heim, ekki afrit af einhvers annars og það hefur hann gert með barasta glæsi brag)