B-mynd???
Ef maður fer að spá í myndina í heild þá eru handritagallar í henni. Sem er einkennilegt þar sem sami maðurinn á að hafa skrifað allar myndirnar. Og myndir með handritagalla fara geysilega í taugarnar á mér. Svo að mínu mati er myndin með A-tæknibrellur, A-leik, en því miður með B-handrit. Ég veit að það verða flestir ósammála mér og ég get skilið það. En allir (langflestir) eru sammála að 1 er eftirbáti 4,5,6 og tel að það er handritinu að mestu að kenna. Það er barnalegt og fyrirsjáanlegt. Vissulega voru hinar myndirnar einnig stílaðar á börn og fjölskyldufólk en þær eru gallalausar. (ég er allavega meira en sáttur við 4,5,6)Svo mætti Jar Jar alveg missa sín, hann missir alveg marks.