Sit hérna í bíl með félaga mínum, ferðatölva fyir framan mig og ekkert að gera, því ekki að skrifa eina grein um þessa andsk… fordóma sem eru á Star Trek og Sci-Fi yfir höfuð, jafnvel líka frá fólki sem horfir á Sci-Fi og finnst það gaman.
Til dæmis fordómar Star Wars áhangenda á Star Trek, einn vinur minn var alltaf að skjóta á mig fyrir að horfa á Star Trek samt horfir hann stanslaust á Star Wars, gagnrýndi hann meðal annars þennan heimskulega hlut, leysigeislabyssu, fannst þetta andskoti heimskulegt. Ég hef nú tekið gagnrýni hans að mestu leyti þegjandi þó að maður verður stundum pirraður. Hvað er t.d. í Star Wars, þar eru svona byssur og ljósasverð, eitthvað sem er nú enn meira Sci-Fi en byssurnar. Svo virðist fólk halda að vissu leyti að þeir sem horfa á Sci-Fi geri ekkert annað allan daginn en að tala Klingonsku eða labba um klæddir sem Kirk og segja “Beam me up Scotty”. Persónulega finnst mér það hreinlega hlægilegt að fólk geti dottið það í hug, auðvitað eru einhverjir þannig en það eru líka sumir sem haga sér eins og Pondus í Fréttablaðinu þegar kemur að fótbolta, er það eitthvað skárra ? Ekki að ég sé að gagnrýna fótbolta, fín íþrótt og getur verið gaman að horfa á leiki með sínu liði (FH :P)
Samt hafa margir sem ég þekki og svona segja ekkert en maður veit að þeir horfa niður á Star Trek og svo nær maður að pína þá til að horfa á einn þátt og þeim finnst þetta bara helvíti skemmtilegt, eins og þessi Star Wars vinur minn sem ég talaði um áðan, ég náði að fá hann til að horfa á þátt, hann naut þess helvíti mikið en samt hefur hann ekki byrjað að horfa á Star Trek því að þá er allt sem hann trúir á hrunið, s.s. að Star Trek sé fyrir nörda.
Bara biðja ykkur sem eru með fordóma að gefa þessu séns, þetta er helvíti fínt sjónvarpsefni sem gaman er að horfa á. Sniðugt væri að byrja á Star Trek: Enterprise eða Stargate, nokkuð mjúkt Sci-Fi og svo kannski kíkja á DS9 til að sjá hvað þetta getur verið ógeðslega spennandi og svo TNG og TOS fyrir alvöru Sci-Fi fíling. Líklegast mun enginn taka ráðum mínum því þeir halda að fólk byrjar að horfa niður á þá, þeirra tap segi ég bara.
Annars voru þetta bara svona mínar pælingar og endilega komið með athugasemdir, annaðhvort til að rökstyðja þetta hjá mér, brjóta það niður eða bara hvað sem ykkur dettur í hug. Við verðum að vekja Star Trek áhugamálið aftur til lífsins.
Ingvar á Snæfellsnesi
PS. Var að kaupa mér Henrik á Einar með öllu í Stykkishólmi, helvíti góðar pylsur þarna. Mæli með því að fólk prófi þetta ef það á leið þarna í gegn.