SS Enterprise ÞAð hafa verið miklar vangaveltur um hvernig nýja(gamla) Enterprise skipið muni líta út og hvernig það getur heitið Enterprise í ljósi þess að nú eru búinn að vera 6 önnur skip með það nafn og hafa þau berið með sér bókstafina frá A-E. Því er einsog hefur komð fram hérna á huga.is svarað með því að fimmta Star Trek serían mun gerast fyrir tíma Sambandsins og þess vegna mun ekkert USS vera fyrir framan nafnið einsog hefur verið á öllum hinum Enterprise skipunum heldur mun SS standa fyrir framan nafnið. Hvað SS stendur fyrir er ég ekki allveg viss en mætir menn hafa sagt að það muni standa fyrir StarShip eða á íslensku geimskip. Ég er allaveganna nokkuð viss að það mun EKKI vera skýrskotun í SS-sveitir Hitlers þó þessi skammstöfun minni óneitanlega mikið á þær ógnarsveitir. Hvernig skipið muni svo líta út hefur hvergi komið obinberlega fram. Menn hafa velt því fyrir sér hvort framleiðendurnir ætli sér allgerlega að sleppa hinu hefðbundna Sambands útliti sem einkennist af pönnuköku-löguðum aðal hluta og tveimur láréttum Vörpu súlum en aðrir hafa bent á að það gæti verið í líkingu við það skip er sást í Star Trek: The Motion Picture en þar sást skip er hét SS Enterprise. ÞAð var ekki fyrr en núna nýlega að það kom eitthvað haldbært fram um hvernig skipið muni líta út en það var þegar Jhon nokkur Evans, en hann er einmitt aðal teiknarinn fyrir nýju seríuna hafi sagt að þeim trekkurum sem finnst Akira-class geimskipið er sást fyrist í Star Trek:First Contact flott muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Það kom einnig nýlega fram teikning af SS Enterprise sem átti að vera frumteikning af hvernig skipið myndi líta út á síðuni TrekWeb.com en hún ku hafa verið plat(guði sé lof), hana sendi ég með þessari grein. Þar sem ég er einn af þeim sem finnst Akira-class geimskipið mjög flott þá bíð ég allaveganna mjög spenntur.
Lifið heil :)