Þar sem hugi.is/startrek er hið unofficial Sci-Fi áhugamál á huga og mér leiðist afskaplega mikið í vinnunni ákvað ég að skella upp smá grein um Stargate til að kynna þættina fyrir þeim hugurum sem hafa ekki kíkt á þá.
Þættirnir eru afskaplega góðir, þeir byrja svolítið öðruvísi en verða algjör snilld þegar líður á þáttaröðina og líka hugmyndin á bakvið þættina, þetta er ekki bara shoot them out, alien invaders rusl.
Aðalsöguhetjurnar í þættinum eru Jack O´Neill, Samantha Carter, Daniel Jackson og Teal'c.
Þættirnir semsagt gersat á okkar tímum eða 1998 og áfram og níunda serían er núna í vinnslu.
Uppáhaldspersónan mín í þáttunum er án efa Jack O´Neill sem er leikin svo vel af Richard Dean Andersson sem er einmitt líka einn framleiðandi þáttana. Persónan er svo yndislega kaldhæðin eitthvað að maður getur ekki annað en elskað hana. Jack er semsagt stjórnandi sveitar sem heitir SG1 og rannsakar vetrarbrautina í gegnum Stargate sem fannst á jörðinni en það hafði verið skilið eftir af geimverum.
Söguþráðurinn er þessi týpíska drama, þeir þurfa að berjast við fjölskylduaðstæður, bjarga jörðinni og svona, reyndar ef maður orðar þetta þannig hljómar þetta eins og enn einir misheppnuðu þættirnir en þeim einhvernveginn tekst að gera þetta skemmtilegt og krydda oft uppá þættina með frumlegum hlutum.
Jæja, bara einfaldlega nenni ekki að skrifa meira, er svo allsvaðalega þreyttur svo ég ætla að láta þetta duga, vona að ykkur líkar við þetta og að þið kíkið á Stargate þættina ef þið hafið ekki þegar gert það.
Einnig er til Stargate mynd sem James Spader lék í en hann einmitt leikur Alan Shore í Boston Legal á skjáeinum.