Nú þegar 5 “sesson” af VOY á rúv hefur runnið sitt skeið finnst mér við hæfi að horfa um öxl og kíkja aðeins á þættina sem skipa þetta “sesson”.
Persónulega var ég sáttur við þetta “sesson”, allaveganna miðað við önnur sesson af VOY sem hafa ekki alltaf verið allveg nógu góð. Á heildina litið voru þættirnir alveg sérdeilis prýðilegir, það komu náttúulega nokkru sinnum lélegir þættir inní en þó voru þeir ekki margir. Með lélega Trek þætti getur maður nú sagt að það sé ekki til það “sesson” hvort sem það er í TOS, TNG, DS9 eða VOY sem hafa verið lausir við þá. Það eru alltaf einn og einn lélegur þáttur sem maður sér og segir svo bara; SHITTT!! Hvað þetta var lélegur þáttur. En það er nú þannig að þeir góðu bæta þá lélegri upp og þó maður getur ekki fengið “sesson” sem er allveg laust við lélegheitinn þá er alltaf skemmtilegast þegar þeir eru í lágmarki, og það er einmitt það sem mér finnst um þetta “sesson”. Þó mér hafi ekki fundist VOY sem Trek-þáttaröð byrja vel þá finnst mér þeir hafa skánað mjög.
Ég er mikill trek áhugamaður og hef einstaklega gaman að horfa á trek-þætti og þó sögurnar séu ekki alltaf uppá marga fiski hef ég gaman af öllum smáatriðunum. Einsog t.d. allt “techno”-bullið sem er þó óvenju lítið bull því framleiðendurnir leggja sig fram við að hafa sem flest í þáttunum sem trúverðugast, þó þeim takist það ekki alltaf.
Ég mun gefa hverjum þætti BROS :) á Bros-mælikvarða cents fyrir hvernig mér fannst þátturinn.
:) =léglegur
:):) =ágætur
:):):) =góður
:):):):)=snilld(eða svona næstum því)
01. “Night”
Í þessum þætti var Janeway í hálfgerðu ”þunglyndi” yfir þeirri ákvörðun sinni að halda áfram ferðinni heim í staðinn fyrir bara að setjast að á einhveri plánetu og hefja nýtt líf. Hér voru Malonarnir fyrst kynntir til sögunar er þeir voru að menga geimsvæði annarar tegundar en þó Voyager hefi boðist til að sýna Malonunum leið til að eyða úrganginum(vistvænlega) vildu þeir ekki fá þær upplýsingar vegna þess að það myndi gera stóra stétt af “ruslakörlum” atvinnulausa.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
02. ”Drone”
Í þessum þætti gerðist það að “nanoprobes” úr Seven komust fyrir slysni inní 25. Aldar tækið sem gerir Lækninum kleyft að fara útum allt og það leyddi til þess að um borð þróaðist og óx úr grasi mjög öflugur “Borg-drone”. Þetta skapaði svo st´rot vandamál því “the Collective” myndi gera allt til að komast yfir þennan þróaða drone sem myndi hafa það í för með sér að Voyager myndi tapast en ekki gat Janeway bara losað sig við hann því það væri gegn þeim siðferðisgildum sem eru meginuppistaðan í Sambandinu.
Þessi þáttur fær :):):):) á brosmælikvarða cents
03. “Extreme Risk”
Í þessum þætti var Be´lanna að stofna sjálfri sér í hættu aftur og aftur. Voyager reynir við fremsta megni að ná aftur könnunar hnetti sem er fastur í hættulegu svæði þar sem Voyager getur ekki farið, því áhöfnin tekur höndum saman og býr til “Delta-flyerinn” til að verða á undan Malonunum að ná í hnöttinn
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
04. “In the Flesh”
Í þessum þætti kemst Voyager að því að Tegund 8472 sé búið að búa sér til svæði sem er nákvæm eftirlíking af höfuðstöðvum Starfleets í þeim tilgangi að taka yfir jörðina.
Þessi þáttur fær :):) á brosmælikvarða cents (þó mér finnist Tegund 8472 mjög cool fannst mérþetta einhvernveginn einum of ódýr hugmynd)
05. “Once Upon a Time”
Í þessum þætti fylgjumst við með tilfinningum einhvers krakka yfir því að móðir hennar sé slösuð einhverstaðar og einhverjum leiðinda almyndar fígúrum.
Þessi þáttur fær :) á brosmælikvarða cents
06. “Timeless”
Í þessum þætti fylgjumst við með Chakotey og Kim í framtíðinni að reyna að koma í veg fyrir að Voyager gradist er áhöfnin var að reyna nýja tækni til að koma þeim fyrr heim. En Kafteinn LaForge er á hælum þeirra því samkvæmt megin reglum sambandsins má ekki breyta fortíðinni.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
07. “Infinite Regress”
Í þessum þætti rekst Voyager á bilað Borg tæknibúnað sem gegnir því hlutverki að tengja samna huga allra Borga í “Colectivinu”(Samvitundinni). Þessi hlutur gerir það að verkum að Seven fær hræðileg persónulekia köst. Áhöfninn reynir að huga að Seven og að slökkva á tækinu áður en Seven fer yfirum.
Þessi þáttur fær :):) á brosmælikvarða cents
08. “Nothing Human”
Í þessum þætti ræðst ókunn vera á Torres og tengjist henni. Til að finna leið til að bjarga henni finnur Læknirinn í gagnagrunni sínum annan Lækni til að hjálpa sér en sá Læknir reynist vera Cardanskur stríðsglæpamaður.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
09. “Thirty Days”
Í þessum þætti er Paris í 30 daga fangelsisvistun fyrir að hafa gengið gegn beini skipun kafteinsins og skipt sér að ráða högum annans kynstofn. Þessi tími gerir honum kleyft að horfa yfir farin veg og skrifa bréf til föður síns.
Þessi þáttur fær :):) á brosmælikvarða cents
10. “Counterpoint”
Í þessum þætti er Voyager að fara í gegnum yfirráðasvæði kynstofns sem er með “helför” í gangi gegn öllum þeim kynþáttum er búa yfir yfirskyggnsgáðum. Voyager verður að láta það yfir sig ganga að það sé leitað á skipi þeirra sí ofan í æ en er þó að fela fjölskyldu af skyggni-gáðuðu fólki sem er að reyna að flýja.
Þessi þáttur fær :):):):) á brosmælikvarða cents
11. “Latent Image”
Í þessum þætti kemst Læknirinn að því að hluta af minnisskjölum hans hafi verið eytt af engum öðrum en Janeway. Kemst hann einnig að því að hann gerði upp á milli tveggja lífshættulega slaðra einstaklinga en það snýr gegn upprunalegri forritun hans um að hann eigi aldrei að gera uppi á milli sjúklinga í hans umsjá og veldur þetta honum miklu “hugar”-angri.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
12. “Bride of Chaotica”
Í þessum þætti lendir Voyager í því að geimverur frá annarri vídd miskilji Almyndarforrit Paris um “Kafteinn Proton” fyrir raunveruleika og til þess að Voyager sleppi heilt frá þessum kynnum verður Janeway að taka sér hlutverk í forritinu sem “Drottning Köngulóar-fólksins”.
Þessi þáttur fær :):):):) á brosmælikvarða cents(þó hann hafi ekki verið alltof alvarlegur vara hann BARA góður)
13. “Gravity”
Í þessum þætti stranda Tuvok, Paris og Læknirinn á Plánetu þar sem þeir hitta konu sem verður ástfanginn af Tuvok en hann lýtur um öxl og minnist æskutíma sinna.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
14. “Bliss”
Í þessum þætti hittir Voyager risastóra “geim”geimveru er platar áhöfninni alla nema Seven til þess að halda að hún(geimveran) sé Ormagöng heim til jarðar en hún ætlar í raun að borða Voyager.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
15-16. “Dark Frontier, Part 1 & 2”
Í þessum tveimur þáttum kemur Borgarnir og ræna Seven í von um að skilja betur einstaklinginn og finna út betri leið til að samlaga Sambandið en Janeway lætur sko ekki neina Borg-aula vaða yfir sig og tekur málin í sínar hendur.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
17. “The Disease”
Í þessum þætti fer Kim uppá geimveru-kellu gegn skipunum Janeways um að líkamleg samskipti séu bönnuð vegna heilsufarsáhættu og fær Kim karlinn áminningu í kladdann sinn fyrir það athæfi.
Þessi þáttur fær :) á brosmælikvarða cents
18. “Course: Oblivion”
Í þessum þætti giftast þau Tom og Be´lanna en eitthverskonar hræðilegur “sjúkdómur” drepur alla um borð en fyrir einhverjum óútskýranlegum ástæðum verður allt allt í lagi aftur??
Þessi þáttur fær :) á brosmælikvarða cents
19. “The Fight”
Í þessum þætti lendir Voyager í einhverju sem heitir “Glundroða-geimi” þar sem lögmál eðlisfræðinar brenglast og eina von þeirra um að sleppa er að verurnar sem búa í þessum “Glundroðageimi” takist að ná skiljanlegu sambandi við Chakotey-en það gerist á mjög óvenjulegan hátt.
Þessi þáttur fær :):):):) á brosmælikvarða cents(þó hann hafi verið frekar skrýtin)
20. “Think Tank”
Í þessum þætti eru Hazari málaliðar á höttunum etir Voyager og eru Voyager fólkið í stökustu vandræðum þegar allt í einnu birtist Janeway “Hugsanna skip” er sérhæfir sig í að leysa vandamál af ýmsum toga og býðst til að losa Voyager við Hazrianna í skiptum fyrir Seven. En ekki er allt sem sýnist.
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
21. “Juggernaut”
Í þessum þætti rekst Voyager á Malonskt geislunarúrgangsskip sem er á góðri leið með að springa í loft upp og þar með að menga gífurlega stórt svæði af þeta-geislun. Þegar Voyager áhöfnin reynir að koma í veg fyrir þetta stórslys með hjálp Malonsku áhafnarinnar kemst hún að því að Malonsk goðsögn er kannski eitthvað meira en bara goðsögn,
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
22. “Someone to Watch Over Me”
Í þessum þætti fylgjumst við með tilraunum Sevens við að víka skilnings sinn á mannlegri hegðun Læknirinn gerir sér grein fyrir að tilfiningar hans í garð Sevens séu kannski eitthvað meira en hann hefði haldið og Nelix lendir í vandræðum með gest sem hann á að sjá um.
Þessi þáttur fær :):) á brosmælikvarða cents
23. “11:59”
Í þessum þætti fylgjumst við með einherri konu árið 2000 sem eru í einhverri mid-life-crises og baráttu einhvers gamals karls sem hún gistir hjá við framþróun. Þessi kona á sem sagt að vera forföður Janeways og allur þátturinn fer bara í söguna um hana.
Þessi þáttur fær engan Broskarl á brosmælikvarða cents
24. “Relativity”
Í þessum þætti fylgjumst við með framtíðar Starfleet skipi sem reynir að koma í veg fyrir að Voyager eyðilegjist fyrir sakir einhvers óprútins aðila úr framtíðinni. Til þess fær framtíðarskipið Seven í lið með sér og reynir að komast að því hvenær sprengju var komið fyrir um borð. En ekki er allt sem sýnist.
Þessi þáttur fær :):):):) á brosmælikvarða cents
25. “Warhead”
Í þessum þætti bjargar Voyager skemmdum tæknibúnað með sjálfsvitund en komast svo að því að tæknibúnaðurinn er í raun gjöreyðingarvopn sem mun ekki láta neinn standa í vegi fyrir því að ná takmarki sínu sem er að sprengja upp einhvern óvin. Vopnið hakkar sig inní forrit Læknisins og tekur hann yfir og heldur skipinu í gíslingu,
Þessi þáttur fær :):):) á brosmælikvarða cents
26. “Equinox”
Ég held að við munum nú öll hvernig þessi þáttur var og fannst mér hann mjög vel útpældur og skemmtilegur.
Þessi þáttur fær :):):):) á brosmælikvarða cents
————————————————————-
Er meðaltalið af þessum Broskörlum er 2.8:) og tel ég það vera allveg ágætis meðaltal.
Ég vill taka það fram að þessi listi er mín persónulega skoðun á þessum þáttum.
Með Star Trek gildir sú gullna regla einsog um allt annað “Þú verður að taka því góða með því slæmu”
Lifið heil…cent