Star Wars Episode 4 - A New Hope



Fyrst ég var að horfa á Star Wars Episode 2 - Attack of the Clones þá varð ég að byrja á Star Wars enda ég get ég ekki hugsað um annað en eftir myndina…..

Umfjöllun:

“A New Hope”, sem á íslensku útleggst, “Ný von”.
Það er tími Borgarastríðs í geimnum, geimskip uppreisnarmanna, sem ráðist hefur frá faldri geimstöð, hefur unnið sinn fyrsta sigur í baráttunni á móti hinu illa Veldi.
Í bardaganum, tókst uppreisnarnjósnurum að stela leyniteikningum af ofurvopni Veldisins, Dauðastjörnunni, sem er vopnuð geimstöð, með nægan kraft til þess að eyða heilli plánetu.

Myndin hefst með miklum eltingarleik á milli geimskipi Leiu prinsessu, leiðtoga uppreisnarmanna og Stjörnuspilli Veldisins, sem skýtur geislaskotum á skip prinsessunnar.
Skip prinsessunar er laskað og þá tekst þeim að komast yfir skipið. Í skipinu er prinsessan ásamt uppreisnarsinnum og vélmönnunum R2-D2 og C3-PO og teikningar af geimstöðinni Dauðastjörnunni.

Áður en þeim tekst að ná teikningunum sem að uppreisnarmenn höfðu náð á sitt vald, þá hleður Leia teikningunum inn í R2-D2 og sendir það með skilaboð til Obi-wan Kenobi. Vélmönnunum tekst að komast undan í lendingarfari, sem lendir á plánetunni Tatooine. Svarthöfða grunar að teikningarnar hafi verið um borð í lendingarfarinu og sendir leitarflokk á eftir því. Vélmennin lenda á plánetunni Tatooine og eru tekinn höndum af jawas, sem eru brotajárnssafnarar á plánetunni.

Vélmennunum er komið fyrir í stórum skriðdreka, svo nefndum Sandcrawler. Þeir selja svo vélmennin, bónda á plánetunni og frænda hans að nafni Luke Skywalker. Þegar Luke er að hreinsa vélmennið, þá setur hann óvart í gang skilaboð, sem Leia setti inn og voru ætluð Obi-Wan. Vélmennið, sem er í sendiför fyrir prinsessuna, stingur svo af seinna í leit að Obi-Wan, með Luke og C3-PO í eftirför.


Óskarsverðlaun:
  • Fékk óskarsverðlaun fyrir Best Art Direction-Set Decoration - John Barry, Norman Reynolds, Leslie Dilley, Roger Christian
  • Best Costume Designer (Bestu búningar) - John Mollo
  • Best Effects, Visual Effects (Bestu Tæknibrellur) - John Stears, John Dykstra, Richard Edlund Grant McCune Robert Blalack
  • Best Film Editing (Besta klipping) - Paul Hirsch, Marcia Lucas, Richard Chew
  • Best Music, Original Score (Besta tónlist)- John Williams
  • Best Sound (Besta hljóð) - Don Macdougall, Ray West, Bob Minkler Derek Ball
Tilnefningar til óskarsverðlauna:
  • Best Actor in Supporting Role (Besti aukaleikar)- Alec Guinnes
  • Best Director (Besti leikstjóri)- George Lucas
  • Best Picture (Besta myndin)- Gary Kurtz
  • Best Writing, Screenplay Written Directly for the Screen (Besta handrit eingöngu fyrir kvikmynd)- George Lucas
  • Special Achievement Award Ben Burt(Benjamin Burtt Jr.) for Sound effects. (for the creation of the Alien, creature, and robot voices
Aðalleikarar

Luke Skywalker:
  • Heimkynni - Tatooine
  • Tegund - Mannkyn
  • Kyn - Karlkyn
  • Hæð - 1,72 m
  • Vopn - Geislasverð

  • Leikari - Mark Hamill
Meira um hann hér

Han Solo:
  • Heimkynni - Corollia
  • Tegund - Mannkyn
  • Kyn - Karlkyn
  • Hæð - 1,8 m
  • Vopn - Heave Blaster Pistol
  • Farartæki - Milliennium Falcon

  • Leikari - Harrison Ford
Meira um hann hér


Darth Vader:
  • Heimkynni - Tatooine (Sem Anakin Skywalker)
  • Tegund - Mannkyn
  • Kyn - Karlkyn
  • Hæð - 2,02 m (í brynju)
  • Vopn - Geislasverð

  • Leikari - David Prowse, Rödd - James Earl Jones
Meira um hann hér

Leia Organa Solo (Giftist Han Solo):
  • Heimkynni - Alderaan
  • Tegund - Mannkyn
  • Kyn - Kvenkyn
  • Hæð - 1,5 m
  • Vopn - Sporting Blaster Pistol

  • Leikari - Carrie Fisher
Meira um hana hér

Chewbacca:
  • Heimkynni - Kashyyk
  • Tegund - Wookiee
  • Kyn - Karlkyn
  • Hæð - 2,28 m
  • Vopn - Wookiee Bowcaster
  • Farartæki - Milliennium Falcon

  • Leikari - Peter Mayhew
Meira um hann hér

Formálinn textinn sem rúllaði upp í byrjun myndar (á ensku):

It is a period of civil war. Rebel spaceships, striking from a
hidden base, have won their first victory against the evil Galactic
Empire.
During the battle, Rebel spies managed to steal secret plans to the
Empire's ultimate weapon, the Death Star, an armored space station
with enough power to destroy an entire planet.
Pursued by the Empire's sinister agents, Princess Leia races home
aboard her starship, custodian of the stolen plans that can save her
people and restore freedom to the galaxy…



Nenni ekki að skrifa meira um þetta meistaraverk og fyrstu Star Wars mynd George Lucas Og fyrstu myndina í trilogíunni. Ég kem með fleiri svona á næstunni um hinar myndirnar 4: Episode 5, 6, 1 og 2

Heimildir:
www.hugi.is
www.starwars.is
www.starwars.com