Romulans hafa næstum sama útlit og vulcanar en eru samt nokkuð auðruvísi. Árið 369, eftir krist, þá fóru romulanarnir frá plánetunni Vulcan og settust að á nýrri plánetu, Romulus. Þeir fóru áður en Surak kenndi vulcönum að sýna engar tilfinningar í hegðun eða tali en romulanarnir eru ekki árásagjarnir heldur vilja þeir frekar taka andstæðing á taugum. Það sem skilur romulana frá vulcana eru útstæð bein í einninu, en bæði vulcanar og romulanar eru með oddhvöss eyru.
Romularnir hafa þróað „cloaking“ tækni sem hylur skipið frá skynjurum og mannsaugu. Einn frægasti skipa klasi þeirra er „D’deridex Warbird“(sjá mynd) sem er líka eitt mest notaða stríðsskipið.
Fyrstu kynnin meðal romulana og manna varð um 2150 og stutt en mikið stríð varð í kjölfarið. Stríðið herjaði bara í geimnum og engin persónuleg samskipti varð milli þeirra. Engin maður eða vulcani hafði séð romulana fyrr en 2266 þegar „Warbird“ fór inní „Neutral Zone“ til að prufa varnirnar hjá Federation, strax eftir fyrstu samskipti var skipinu sprengt af USS Enterprise. Þessi atburður leiddi til kalda stríðsins milli Federation og romulana. Árið 2311 varð síðan bardagi milli romulana og Federation, bardaginn er kallaður „the Tomed Incident“. Eftir það var samningurinn við Alegron undirritaður og hann bannaði allar rannsóknir Federation á „cloaking“ tækni og herti reglurnar um „Neutral Zone“. Þar af leiðandi hættu romulanarnir öllum samskiptum við Federation.
Jafnvel þótt að USS Enterprise-C varði Khitomer stöðina gegn nokkrum romulan skipum þá héldu romularnir sér frá Federation og „Neutral Zone“. þangað til 2344 þegar „Warbird“ kom til að rannsaka árásir á geimstöðum þeirra. Þrátt fyrir það að Borg hefðu staðið á bakvið árásirnar þá sögðu romulanarnir að þeir ætluðu að hætta einangrun sinni. Þeir voru mikið ámóti Federation, þangað til að Dominion ógnin myndaðist árið 2370. Romularnir svöruðu með því að láta USS Defiant nota eitt af „cloaking“ tækjunum þeirra til að geta starfað í „Gamma Quadrant“.
Eftir það senti Tal’Shiar, leyni lögregla romulana, og Cardassian Obsidian Order sameinaða árás á Dominion; árásin mishepnaðist hrikalega og bæði romulan og cardassian flotarnir voru í hræðilegu standi eftir þetta. Romulanir fengu vopnahlé með Dominion. En í dag hafa Romulanarnir aftur gengið í stríð við dominion með Federation og Klingon.
Ég er nördi og get ekki neitað því!