Ég er einn af þeim sem fylgist með Star Trek í gegnum Ríkissjónvarpið. Mér finnst sorglegt að borga afnotagjöld til þessarar stofnunar sem getur ekki staðið við nokkuð sem hún segir, þ.e.a.s. dagskráin stendst aldrei! Ég er löngu orðinn þreittur á því að gera áætlanir um það að horfa á Star Trek, en þegar ég kveiki á imbanum er ekkert nema formúlan, fótboltinn eða ólympíuleikar (þeir virðast vera á hverju ári!) Star Trek er greinilega ekki nógu menntað efni í huga Ríkissjónvarpsmanna til þess að það fái að halda sínum stað þótt að einhverji gaurar séu að spila fótbolta eða keyra bíla ólöglega hratt.

Hitt er svo líka málið varðandi RÚV að þeir halda við sem horfum á Star Trek höfum ekkert betra að gera en að fylgjast með nýjum og nýjum tímum sem þeir ákveða fyrir þáttinn þegar þeir fresta honum ekki. Nú nýlega var þátturinn færður fram um klukkustund, en eins og þið sem horfið á hann þekkið hefur hann alltaf verið á einhverju hringli. Fyrir nokkrum vikum sýndu þeir þáttinn kl 3 um daginn (minnir mig), ég kveikti á imbanum á mínum vanalega tíma, tilbúinn með kók og prins, en engin þáttur! Ég varð nú nokkuð fúll, hringdi upp í RÚV og kvartaði (svo sem ekki í fyrsta skipti). Sá sem ég talaði við var mjög kurteis en vildi ekkert gera. Ég endaði náttúrulega í Laugarásvideoi og leigði þátt númer 18 fyrir 300 kr.

Mig langar líka að segja ykkur frá öðrum pælingum mínum varðandi RÚV: Afhverju eru þeir bara að sýna eina seríu í einu? Þeir hafa sýnt DS9 og Voyager til skiptis og það er svo sem ok, en þeir eru alveg að sleppa einni seríu! Þeir hafa alveg slept Next Generation?? Mér finnst að þeir mættu svo taka upp ósiðina hjá S1 og endursýna þættina einu sinni eða tvisvar og þá á öðrum tíma en kl 5 um daginn .)

En loka orð mín eru líklega þessi: Ég veit að það er til lítils að velta þessu fyrir sér þar sem það eru engar líkur á því að RÚV fari eitthvað að breytast fyrir okkur sem horfum á það! Að kvarta við RÚV er líklega eins tilgangslaust og að tala við vegg…líklega meiri líkur á því að veggurinn geri eitthvað. Mig langar að heyra frá ykkur og sjá hvað þið leggið til málsins. Ég tel það ekki ólíklegt að við marserum upp í RÚV og rekum bara dagskrágerðarstjóran - við verðum allavega að láta í okkur heyra!

Kveðja,
deTrix