Nú er verið að fara gera 10 Star Trek bíómyndina. Tíunda bíómyndin!!!!!! Þetta fyrirbæri(startrek-bíómyndir) á sér vart hliðstæðu nema kannski ef maður lítur til James Bond bíómyndanna en annars er nánast hvergi annarstaðar búið að gera jafn margar bíómyndir útfrá einu dæmi(Star Trek). Við trekkararnir erum náttúrulega hæst ánægðir með þetta allt saman því þó það sé gaman að horfa á Star Trek í sjónvarpinu er en skemmtilegra að sjá það í bíó.
Nú er spurning hvort það verða gerðar fleiri Star Trek bíómyndir eftir númer 10. Ég hef heyrt því fleigt að Patrick Stewart vilji hætta að leika í Star Trek og hefur óskað eftir að dauði hans(Picard) verði skrifaður inní myndina. Einnig hef ég heyrt það að Brent Spiner(Data) sé í sömu hugleyðingum. Það verður því spurning hvort gerð verður önnur “TNG” mynd í kjölfar númer 10 þar sem aðal burðarstólparnir (Picard+Data) verða ekki með. Þá er spurning hvort gera eigi bíómynd eftir DS9 eða VOY(ég tel þá ekki leggja í mynd um “series 5” þar sem þeir eru komir svo stutt með það dæmi). Það tel ég hinsvegar afar ólíklegt því vinsældir bæði DS9 og VOY voru og eru langt um minni en TOS hvað þá TNG(sem er lang vinsælasta trek sem búið hefur verið til). Þá er spurning hvort þeir bíða kannski ekki og sjá hve vinsælt “series 5”(Enterprize)verður og gera svo bíómynd eftir að seinnasti þátturinn af því er búinn(sem þeir hafa gert með TNG og TOS myndirnar). Það verður þá mjög löng bið í næstu mynd ef sú verður raunin því það tekur u.þ.b. 6 ár að búa til heila seríu.
Mér dettur eitt í hug sem gæti verið möguleiki EF gerð verður önnur mynd í framhaldi af mynd 10, en það er að hafa hana um Enterprize-E með Riker sem skipstjórann og allt gamla gengið(mínus auðvitað Stewart og Spiner ef þeir hætta) og hafa svo líka með persónur úr DS9 og VOY. Þannig væri kannski hægt að bæta upp tapið af Stewart og Spiner að einhverju leiti með persónum einsog Seven, Tuvok, Tom Paris,(EMH), Worf og svo framveigis. Þetta er allaveganna möguleiki sem mér þætti gaman að sjá :)