Ég er að sjá framá það að maður þurfi að bíða í eitthvað um 2 ár eftir að sjá nýtt Trek. Mynd 10 er ekki einu sinni komin í framleiðslu, það er bara búið að búa til söguþráðinn í grófum dráttum og búið að gera samning við Patrick Stewart og Brent Spiner. Ekki það að maður sjái fram á að samningar takist ekki við alla hina leikaranna. Það tekur u.þ.b. 1 ár að búa til myndina og svo nokkra mánuði fyrir hana að koma svo til Íslnads. OG þá er ég að gera ráð fyrir að ekkert verkfall komi við sögu á þeim tíma.
Í sambandi við “series 5”(Enterprize) tekur það ábyggilega líka um eitt ár að búa til eina seríu(þeir eru reyndar byrjaðir á pilotinum-skilst mér) og svo einhver auka tími til þess að hún komi til Íslands(og þá ætla ég rétt að VONA að rúv kaupi hana annars verð ég BRJÁLAÐUR). Bið tíminn fer náttúrulega líka eftir hvort rúv tekur pássur á milli Voyager sessonna þar sem þeir eiga nú eftir að sýna 2 sessons. Maður getur bara vonað að biðin verði sem minnst(svo er það nátturlega spurning með hvort þættirnir koma í Nexus á undan rúv sýningar hefjast á þeim)