Þróun Voyager þáttaraðarinar
Þegar ég fyrst frétti af að rúv væri að fara að hefja sýningar á nýrri Star Trek þáttaröð að nafni Voyager var ég himinn lifandi yfir að fá meira Star Trek(sem er náttúrulega mesta snilld í heimi). Ég hafði þá verið harður DS9 maður síðan sýningar á þeim hófust hérna um 1993 og var komin sæmilega inní Star Trek. Ég tek það fram að ég leigi nær aldrei þætti og er því bara komin þangað sem rúv er komin.
Þegar ég fór svo að horfa á VOY þá varð ég fyrir ákveðnum vonbrigðum(þó sem Trekkara hafi mér fundist þetta skemmtilegt). Áhöfnin var svona sæmileg. Mér leist vel á Janeway sem skipstjóra, ágætlega á Tuvok og B´elanna og sæmilega á Nelix. Chakotey, Kes, Tom, Harry og Læknirinn fannst mér ekkert sérlega skemmtilegir karakterar, til að byrja með. Það var eitthvað sem vantaði, eitthvert “edge” sem var ekki til staðar. Skipið var cool, plotið ágætt–Stradaglópar í Delta-fjórðungnum fjarri hjálpum Sambandsins(Federation) ef eitthvað bjátaði á og horfandi framá áratuga ferð heim aftur.
Mér fannst alltaf ótrúverðugt að Chakotey og B´elanna skyldu vera sett strax í svona lykil stjórnarstöður um borð og þá sérstaklega að Chakotey varð settur næstráðandi á skipinu. Ég meina þetta voru hryðjuverkamenn sem áttu yfir höfði sér margra ára fangelsinsvist í Sambandinu(Federation).OK það var enginn tilgangur að vera að fangelsa þá í Delta-fjórðungnum því þar var jú sameiginlegt takmark allra að komast heim. En ef ég væri um skráður um borð á Voyager og allt í einu er ég kominn með þekktann hryðjuverkmann til að skipa mér fyrir að boði kafteinsins væri ég ekki allveg sáttur.
Söguþráðurinn í fyrstu þáttunum var ekkert sérstaklega skemmtilegur, mér fannst aldrei neitt sérstaklega spennandi vera að gerast, nema kannski árekstranna við Kazonanna sem mér fannst drullu cool. Þeir voru svona harðir naglar í anda Klingonna nema hvað þeir voru alls ekki jafn tæknilega þróaðir en höfðu í staðinn mörg risastór orrustuskip(sem voru bara cool). Svona liðu fyrstu 2-3 sessoninn og Já mér fannst Læknirinn og Tom verða skári og skári en fannst aldrei neitt varið í Chakotey(með sitt andaglas), Kes(var eiginlega bara fyrir þarna á skipinu) og Kim(var bara leiðinlegur, það var eiginlega ekkert spunnið í hann). Svo kom að því að Voyager lenti í Borg geim og þá fór virkilega að hitna í kolunum, sé ekki talað um þegar þeir losuðu sig loksins við leiðinda Kes og nældu sér í Seven. Eftir þetta fóru þættirnir að vera meira spennandi. Í staðinn fyrir að vera fylgjast með leiðinlegri leit Chakoteys að ráðum hjá forfeðrum sínum í andaglasið fórum við að fylgjast með þróun Sevens frá því að vera hugsanalaus Borg “Drone” yfir í að vera sjálfstæður einstaklingur með eigin skoðanir. Það var allveg kostulegt þegar hún var að kanna mannlega siði og ætlaði að fá Kim til að njóta kynferðislegra maka við sig.
Núna í sesson 4-5 hef ég farið að skemmta mér betur yfir VOY og gæðin á Trekinu hafa orðið betri og betri. Þó það koma nú alltaf inní hundleiðinlegir þættir sem maður skilur ekki af hverju í andskotanum þeir voru að gera(en ekki getur allt verið frábært) hefur heildin verið bara þokkalega fín. Ég hef náttúrulega alltaf fylgst með þættina þó mér fannst ekki mikið varið í þá til að byrja með, bara fyrir þær sakir að ég er MIKILL trekkari. Mér fannst persónulega skemmtilegra að horfa á DS9. Mér fannst persónunar miklu skemmtilegri og bakgrunnurinn(Terak Nor og Bajor) snildarlega settur upp með endalausa tortryggni milli Cardassanna og Bajoranna sé ekki talað um Dominiumið og Jem´Haddaranna(sem eru bara lang flottastir). Voyager þættirnir hafa fram að þessu verið ágætir og orðið betri og betri með tímanum. Vonandi heldur sú þróun áfram : )
cent