Star Trek Voyager-Elite Force

Ég var að spila Elite Force fyrir svona 2 mánuði síðan og ég verð að segja að ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi yfir tölvuleik. Ég er nú ekki mikil “Quake”leikja maður, held mig við leiki einsog Command and Conquer og Civilasation. En þessi leikur er allveg stórskemmtilegur sérstaklega fyrir trekkara.
Söguþráðurinn var líka óvenju skemmmtilegur. Hálfgerð “sout” skip fljúga um vetrarbrautina og ef þau hitta á skipi sem er nógu öflugt til að eyða sér sendir “scoutinn”(um leið og skipið eyðir því) skipið í svokallað “dampening field” eða einhverskonar deyfisvið þar sem skipin eru strönduð með aðeins “lifesupport” í gangi. Svo er risastór geimstöð í miðju sviðsins sem framkallar sviðið og sendir út “harvestera” til að ná í tæknibúnað og lífverur úr skipunum sem eru strönduð þarna til þess að bæta stöðina og búa til genabreyta ófresku-hermenn. Voyager hefur sem sagt lent í þessu sviði og eru þú svo sendur í önnur skip á svæðinu til að ná í orkudrasl til þess að Voyager komist burt.
Þú ert í einhverskonar federation sérsveit og ferð í allskonar sendiferðir. Þú færð standard federation rifill ásamt geislabyssu en þegar líður á sankarðu að þær vopnum frá ýmiskonar andstæðingum og í lokin færðu svo “personal torpedo launscher” sem er vægast sagt öflug byssa. Vopnin er gædd missmunandi eiginleikum og þú velur vopn sem hentar við hvert tækifæri eisnog ef þú lendir á Borg þarftu að skipta um vopn vegna aðlögunarhæfileika þeirra. Það sem er svo skemmtilegt er að í einmitt þessu sviði eru önnur strönduð skip og þar á meðal Borg kubbur, Klingonar, Tegund 8472, Malonar og Hirogen ásamt einum óvæntum kunningja.
Borðin eru mörg hver mjög skemmtileg og á milli borða getur þú gengið um takmarkað svæði á Voyager meðal annars sickbay, holodeck og matsalinn. Þú talar líka við flest alla í áhöfninni sem er einkar skemmtilegt.
Þetta er í heild sinni afbragðs leikur og þá sérstaklega skemmtilegur fyrir trekkara þar sem margir fídusar eru einmitt gerðir fyrir þá sem þekkja til Star Trek heimsins. Það eina sem mér fannst kannski ekki svo gott var hvað aðal vondi kallinn í geimstöðinni var svo ofur ýkt vondur, hann hló þennan típíska Dr. Evil hlátur eftir að hann var búinn að tjá manni að hann ætlaði að taka yfir heiminn og eyða öllu lífi. En pælingin bak við geimstöðina og hvernig hún virkaði og hafði þróast í margar aldir var skemmtilegt.

Þessi leikur fær 3 bros á bros mælikvarða cent

:) :) :)