Hér eru áhöfnin einsog hún er mun talin vera.

Kafteininn mun heita Jonathan Archer. Hann mun vera í anda Kirk, hugaður og ekki hræddur við að véfengja skipanir. Honum mun víst vera eitthvað í nöp við Vulcanna en þar sem næstráðandi á skipinu mun vera Vulcönsk kona mun verða einhveskonar togsreita þar.

Næstráðandin mun vera Sub-commander T’Pau, Vulacanskur kvennmaður. Hún mun vera mikill vísindamaður(hmm, minnir á Spock). Henni mun finnast menn vera frekar óhelaðir og órökvísir(hvaða Vulcan finnst það ekki um menn?).

Læknirinn á skipinu mun vera einhver (óþekkt) geimvera að nafni Phlox. Hann mun vera um fjörtu ára og hefur víst brennandi áhuga á mönnum sem og læknisfræðum ólíktra kynstofna.

Samskiptastjórin mun vera austurlensk kona að nafni Ensign Hoshi Sato. Hún mun vera afburðar gáfuð tungumálafræðingur.(hmm Ohuru???)

Skipsstýrimaðurinn mun vera svartur maður að nafni Lieutenant Joe Mayweather. Hann var alin upp á geimflutningaskipum og er því vanur geimferðalangur.

Maður að nafni Commander Charlie ´Spike´ Tucker er líka í áhöfninni. Ekki veit ég hvaða tilgangi hann mun þjóna á skipinu en það verður bara að koma í ljós. Hann mun vera frá suður hluta bandaríkjanna(kúreka ættaður) . Hann mun vera talinn mjög hæfur yfirmaður en er þó óreyndur í samskiptum við aðra kynstofna.

Maður að nafni Lt Commander Malcolm Reed mun líklegast vera Örrygisvörður, Hermaður eða árásarstjóri(tactical). Hann mun vera breskur hermaður sem mun vera frekar íhaldsamur og (fastheldin).


–Þá er þetta komið. Mér líst nú svona ágætlega á þessa áhöfn þó ég sé ekki allveg sáttur við kafteininn. Það er líka eitt sem fer alveg í mig, en það er að það eru bara tveir einstaklingar í áhöfninni sem eru ekki mennskir(Menn af kynstofni homo sapien) Ég hefði viljað sjá að minnsta kosti þrjár geimverur í áhöfninni þar sem “the Federation” (Sambandsins) er nú skipað af fjölmörgum kynstofnum. Þrátt fyrir það, er einsog menn(homo sapiens) séu ALLTAF í miklum meirihluta um borð í geimskipum “the Federation”(Sambandsins) . Nýjir kynstofnar gefa manni skemmtilega innsýn inní hvernig öðruvísi samfélög eru. Sem dæmi nefni ég hve stóran þátt Worf í TNG átti í að gera Klingonna af einum heilsteyptasta og skemmtilegast kynstofni í Star Trek heiminum þar sem þú getur nálgast fjölmargar bækur, skáldsögur og tungumálakennslubækur um þá. Odo sem hamskiptingur, Kira sem bajori, Dax sem Trilli, Nelix sem Talaxianni, Seven sem Borg, Garak(snildar persóna) sem kardassi o.s.f. eru persónur sem gáfu manni góða innsýn inní skemmtilega og ólíka kynstofni(enn einmitt þetta er eitt af því sem mér finnnst svo skemmtilegt við star trek) DS9 stóð sig hvað best í þessu. Mér finnst það sorglegt að það séu bara tvær geimverur um borð og mér myndi finnast það allveg þess virði að setja einn í viðbót í áhöfnina sem væri geimvera og vera þá komin með áhöfn skipuð af átta einstaklingum í stað sjö.