Ég er einn af þeim sem fylgist með Star Trek bara í sjónvarpinu, svo ég var bara að byrja á þriðju seríu(held ég) af enterprise núna á laugardaginn á Rúv og mig langaði að tala aðeins um það.
þetta var fyrsti þátturinn í seríunni og mér fannst ég verða var við svona smá breytingar á andrúmloftinu í þáttunum frá fyrri tíma. Mér fannst svona eins og höfundarnir hafi ákveðið fyrir þessa seríu að það þyrfti að hrista vel upp í þessu. Mér fannst svona gamli góði sjarmerandi sakleysisbragurinn vera á undanhaldi og svona meiri grimmd og harka í gangi. Johnathan Archer var svona harðari við t.d Malcolm og svo fannst mér náunginn sem stjórnaði námunum vera mesta illmenni sem ég hef séð í star trek. Vondu kallarnir eru venjulega einhverjir kallar með skrýtin andlit og brjálæðislega ill plön fyrir heiminn en þessi gaur var bara hreinræktað ógeð af þeirri sort sem ég er ekki vanur að sjá í star trek. En ég er ekki að segja að þetta sé endilega vont, bara breyting að mínu mati. En er kannski einhver trekfróður hér sem getur sagt mér hvort að höfundarnir hafi gefið út einhverja tilkynningu fyrir þessa seríu um að það myndu verða breytingar? Og hvað finnst ykkur um þetta sem ég er að segja? tók kannski enginn eftir þessu nema ég?