Jæja, nú er þetta allt saman að breytast. Vulkans komnir meira inn í þetta, og von á Andorians. Nú fer að sjást í það sem Star Trek er um, samvinnu og geimkönnun.

Mér fannst the forge þátturinn bara ansi ágætur, söguþráðurinn er byrjaður að vera flóknari (a.m.k. tveir hlutir í gangi í einu) og tæknibrellurnar sem sýna Vulcan bara ansi svalar.

Awakening var bara einn af top 3 enterprise þáttunum sem hafa verið sýndir, maður fylltist af spennu og lítið um “dauðar” mínútur þar sem eitthvað tilgangslaust spjall var í gangi. Action action action og það í tengslum við vulkana.

Ég get varla beðið eftir framhaldinu af Awakening, en Enterprise ætlar víst að leita til Andorians til að hjálpa sér með Vulkana, spurning hvernig það dæmi fer. :)

En eitt sem ég er byrjaður að taka eftir, Arhcer karakterinn er byrjaður að “feida” doldið út. Heilu senurnar eru byrjaðar að byggjast á aukaleikurum og öðrum fastaleikurum, s.s. Trip. Spurning hvort Archer er fyrsti kapteinninn í Star Trek til að drepast? :)


Anyway, thumbs up, and fingers crossed! :)