Þessi grein hérna fór aðeins úr böndunum þegar ég var að svara spurningu Mal3 um skoðannakannanir. Ég bara gat ekki hætt að skrifa og mér fannst að þessi grein ætti betur heima hérna þar sem fleiri lesa greinar en korkinn.
Hérna er spurning Mal3:
—–
Þegar þetta er skrifað hafa 29% þeirra sem hafa kosið í könnuninni um bestu áhöfnina valið Voyager crewið. Þið þessi 29%: hafiði séð annað Trek en Voyager???

HALLÓ!!! Ég er verulega hneykslaður…
—–

Og svarið mitt við þessu:



Fólk þekkir bara ekki annað, þetta er unga kynslóðin sem ólst upp með Voyager. Ég persónulega er búinn að sjá allt trek nema TOSið, búinn að sjá allar myndirnar líka og ég kaus TNG einfaldlega vegna þess að mér finnst það besta áhöfnin þó svo að það hafi verið það síðasta sem ég sá. Ég sá bæði VOY og DS9 á undan. En ef fólk hefur ekki séð neitt annað en VOY þá finnst fólki það þá best. Þetta er bara lífið.

Svo er líka önnur spurning, eru allir sem eru búnir að sjá TNG, búnir að sjá allt hitt. Fólk þarf að vera búið að sjá allar seríurnar og allar syrpurnar í heild sinni til að geta tekið marktækar ákvarðanir um þetta. En það eru það bara ekkert allir búnir að því. Sjáiði nú bara mig ég er bara búinn að sjá 3 af 4 og ég kýs TNG, ef ég væri búinn að sjá 4 af 4 þá kannski myndi ég kjósa TOSið (það eina sem ég á eftir að sjá).
Ef þessi könnun hefði verið sett upp á meðan DS9 var í blóma sínum á RÚV þá væri það líklega á þeim stað sem Voy er núna.

Þannig að þessi könnun er bara ekki marktæk í neina staði.

Hvernig er með aðrar kannanir, þegar það er verið að kjósa um skip, kapteina, persónur og alla skapaða hluti, þá er könnunin EKKI marktæk nema allir þeir sem kjósa séu búnir að sjá alla möguleikana (persónur í blóma, alla kapteinana, skip að störfum) og búnir að mynda sér skoðanir um hvern og einn. Þá fyrst getur fólk farið að kjósa. Ekki fyrr.

En fólk kýs það sem það er búið að sjá og búið að mynda sé skoðun um, þó svo að það sé ekki búið að sjá allt það sem er í boði þarna.

Svo eru nottla alltaf einhver fífl sem eru að safna stigum og velja ekki stigamöguleikann. Þannig að hvernig og hvenær getum við nokkurntímann tekið þessar kannanir marktækar nema það væri mjög einföld spurning sem væri með svarmöguleikana:
1. Já
2. Nei
3. Hlutlaus
4. Möguleiki fyrir stigafíflin

Þá kannski væri hægt að taka mark á þeim. En við skulum ekki gera neitt veður út af þessu. Sendum bara inn kannanir og tökum þátt í þeim og gerum okkar besta til að gera þær sem marktækastar þó svo að það verði aldrei alveg 100%


Með virðingu, vinsemd og kærleik til ykkar allra.
ADM Juggle