Ok, fyrir þá sem vilja bíða eftir að hið aldna og stirða RÚV byrji að sýna season 4 ættu að hætta lesa.


Nú er búið að sýna fyrstu 2 þættina af season 4, sem eru continue þættir af season 3.

Reyndar var season 3 heilt continue season, og mér sýnist að season 4 sé að stefna í það líka. Sjáum til með það.

En ég er að velta fyrir mér ýmsum varðandi þessa Enterprise þætti. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þannig að ég byrja bara að telja upp:

- Scott Bakula sagði í viðtali einhverntímann við ET að hann myndi aldrei fá að nota transporterinn, hann myndi aldrei fá að segja eitthvað í líkingu við “Beam me up Scotty!”. Svo virðist sem vera að transporterinn sé orðinn meira notaður en shuttlepod núna. Kannski er þetta merki um þann vana sem höfundar star trek þáttana eru komnir í, að geta ekki skrifað spennandi handrit nema það sé hægt að nota transportera.

- Óvinir virðast vera í hverju horni. Suluban, Xindi, temporaral demons of hell eða hvað sem þeir heita, nasistar og guð má vita hvað meira. Mér finnst doldið ruglandi og, ehrm, ekki “star trek-legt”.

- Þeir segja í þáttunum að Lenín var myrtur áður en hann gerði kommúnistauppreisnina, og þar af leiðandi urðu sovétríkin aldrei til og Hitler sá aldrei neina ógn frá þeim og réðist þar af leiðandi aldrei þangað inn. Hið rétt er að Hitler réðist inn í Sovétríkin því hann vildi landsvæðin í vestanverðum sóvétríkjunum, ekki útaf því að hann taldi stafa ógn frá þeim.
Reyndar væri hægt að segja að Rússlandi væri auðveldara að hertaka ef sóvétríkin hefðu ekki myndast, því Lenín herti mjög hervæðinguna. Þar af leiðandi hefði Hitlar frekar ráðist þangað inn.


Enterprise virðist bara snúast um ACTION ACTION ACTION og ekkert lagt upp úr pælinguna á bakvið þetta, né samhengi varðandi star trek viðburði.

Ég man þegar star trek snerist um að finna eitthvað sem menn höfðu aldrei séð áður, reyna finna út hvað það er og hvernig væri hægt t.d. að leysa eitthvað vandamál sem kom upp varðandi það. Mjög dramtísk.

Öll dramatíkin horfin og aðeins sprengingar og action komið í staðinn.

Hm………… hvað segiði?