Í gegnum allar 4 þáttaraðir af Star Trek hefur alltaf verið einn karakter sem hefur verið áberandi sérstakur eða “öðruvísi” en allir hinir. Í TOS var það Spock, maður sem lét rökfræði sér að mestu skipta og hafnaði öllum mannlegum tilfiningum til að sækjast eftir innri friði. Í TNG var það Data, vélmenni snautt allar mannlegar tilfinningar, ofurgáfaður en í stöðugri leit og könnun á mannlegum tilfinningum. Í DS9 fengum við svo yfirlöggreglu“manninn” Odo, ofur reglufastur hammskiptingur sem sýndi litlar tilfinningar(reyndar kom það seinna með sambandinu við Kiru). Í VOY þá var þetta eiginlega ekki til staðar, jú Tuvok var þarna en þá var eiginlega ekki lengur neitt það sérstak við að vera Vulcan(þeir voru orðnir svo vel þekktir af áhprfendum) við vorum svo líka með Nelix og Kes en hvorug skáru sig neitt sérstaklega úrþ En svo kom Seven til sögunnar og loksins var kominn einstæður karakter sem skar sig vel út úr hópnum og þá fyrst fannst mér þáttaröðinn(VOY) taka á flug. Að mínu mati er einsog það sé nauðsynlegt að vera með einn svo sérstakan karakter sem sker sig vel útúr hópnum, einfaldlega bara útaf því það er miklu skemmtilegra fyrir áhorfendur og þegar allt er á botni hvolft er það ekki það sem skiptir mestu máli?
Comments ??? :)