Nú þegar flest allar <a href="http://www.startrek.com“>Star Trek</a> seríurnar eru búnar þá þurfa leikarar að finna sér aðra vinnu. Flestir þeirra eru nú ekki neinir þungaviktamenn í Hollywood svo að þeir eru ekki mikið í fréttum en allflestir eru að vinna að einhverju og menn eiga það til að missa sjónar á fyrverandi leikurum Star Trek. Ég var að skoða Star trek síðuna og þar á bæ eru menn alltaf með fréttir af verkefnum fyrverandi leikara Star Trek. Ég ákvað nú bara að taka saman nokkra punkta um verkefni nokkurra þeirra.
<br>
<a href=”http://www.williamshatner.com/home.shtml“>William Shatner</a> (Captain James T. Kirk) er að syngja eitt lag inn á plötu sem kemur út með myndinni ”Buzz Lightyear of Star Command: The Adventure Begins.“ Eins og margir vita er þetta hann Buzz Lightyear úr myndinni Toy Story en Tim Allen er að endurvekja karakterinn í þessari nýju mynd. Shatner mun syngja lagið ”To Infinity and Beyond“ sem er aðal frasi Buzz Lightyears. Shatner er að bæta við söngferilskránna sína því hann hefur einnig sungið í auglýsingum fyrir Priceline.com.
Einnig er Shatner að skrifa mikið af Sci-Fi bókum.
<br>
John DeLancie (þekktur sem Q) er að leika í söngleik sem nefnist ”Carousel“ eftir Rogers & Hammerstein í Hollywood Bowl.
<br>
Colm Meaney (Miles O´Brien) mun leika í myndinni ”How Harry Became A Tree“. Þetta er grínmynd sem á að gerast í Írlandi um árið 1930. Tökur eiga að hefjast í október.
<br>
Tim Russ (Tuvok) mun stíga á svið í Los Angeles til að kynna nýju plötuna sína sem er titluð ”Tim Russ“ en hann er nýkominn úr heimsreisu með Neil Norman og hljómsveit hans Cosmic Orchestra.
<br>
James Doohan (Scotty) var aðal ræðumaður á Astrocon 2000 en þar komu saman áhugamenn og atvinnumenn úr stjarnfræði frá öllum hornum heimsins. Það er nú helst að segja frá honum að hann varð nýverið faðir og eignaðist stúlku og það ótrúlegasta við það er að maðurinn er áttræður (80) og segist ekkert vera að hægja á sér. Einnig má get þess, eins og allir vita, að hann talaði með skoskum hreim í þáttunum og myndum en hann er ekki skoskur. Hann tók upp á því á unga aldri að herma eftir hreimum og kynntist skoskum hermanni þegar hann var í hernum og líkaði skoskan svona vel að hann ákvað að nota skoska hreiminn. Gene Roddenbery höfundur Star Trek var alltaf að segja honum að vera ekki svona rosalega skoskur en hann hlustaði ekket á hann.
<br>
Robert Beltran (Chakotay) mun verða kynnir á þriðju árlegu Galaxy Ball ágerðarsamkomunni fyrir Down Syndrome Association of Los Angeles. Einnig munu margir leikarar úr Voyager mæta.
<br>
<a href=”http://www.jamesdarren.com/“>James Darren</a> (Vic Fontaine) lék gestahlutverk í DS9 hefur séð söngferilinn sinn lífgaðann við. Darren söng mikið í þáttunum og hefur nú gefið út disk með öllum bestu lögunum sínum. Diskurinn selst vel og Darren er núna að fara aftur til heimaborgar sinnar Philadelphiu til að halda tónleika og einnig að hitt fjölskyldu sína og vini.
<a href=”http://www.chasemasterson.com/“>Chase Masterson</a>(Leeta) er að leika aðalhlutverk í myndinni ”Lightning“ sem er hasar-ævintýramynd. Hún er einnig að leika aðalhlutverkið í teiknimyndaseríu á netinu sem nefnist ”Digi-Girl" og mun firsti hluti þess klárast seinna í ár. Einnig er hún, eins og aðrir leikarar ú Star Trek að syngja inn á plötu sem er von á snemma árið 2001.