Sulu og USS Excelsior-inn
Ég var að lesa það að George Takeei hafi sagt það að nú væri enddanlega búið að hætta við þá hugmynd að næsta þátttaröð yrði um Hikuru Sulu og ævintýri hans sem Kafteinn á geimskipinu Excelsior. Hugmyndin hefur verið til lengi en það var ekki fyrr en árið 1999 sem hópur trek áhugamanna tók sig saman og settu herferðina af stað og opnuðu heimasíðu. Hér voru menn hvattir til að senda Paramount áskorendabréf um að næsta þáttaröð yrði um Sulu og Excelsior. Þessi herferð var gífurlega vinsæl og trek menn hvaðanæva úr heiminum sendu bréf og skrifuðu nafn sitt á áskorendalista. Ég held að þessi herferð hafi verið stærsta trek herferð síðan Paramount reyndi að hætta við TOS og stofnað var til fjöldamótmæla(correct me if Im wrong). Ég persónulega skrifaði nafn mitt á listan vegna 3 ástæðna. 1. Ég vildi að nýjan þáttaröðin gerðist á þessum tíma(milli TOS og TNG) 2. Mér fannst Sulu skemmtilegur karakter og vildi sjá meira af honum 3. Mér finnst Excelsior skipið drullu flott og hefði viljað sjá það í nýju þáttaröðinni. Þrennt sem þessi þátttaröð hefði boðið uppá. Því miður er þessi hugmynd nú endanlega dáinn(einna mínótu þögn)….