Ég tók eftir einni grein um Star Trek þar sem að einhver vara að tala um einhverja mynd sem að er á leiðini allavega er það eina sem að ég hef heyrt er að það stendur til að endurgera fyrstu myndina en ég sel það eins og ég keypti það. Ef að það eru einhverjir sem að vita betur er leiðrétting vel þegin.
Ég er ekki mikill trekkari en þegar ég var einn sunndag í eirðarleysi að bíða eftir stundini okkar þá sá ég einn Voyager þátt, hann var fyrir mér jafn tilbreitingarlaus og allt annað sem að hefur komið frá Star Trek að mínu mati á þeim tíma. En þarna kom doldið sem að greip mig. Þetta var þegar að Voyager var í svokölluðum Delta fjórðungi og lenti í einhverju messi við Borg. það voru svo sem ekki miklar fréttir en Borg átti í vandræðum einhverja geimveru Species 8472 sem að var ekki eins og allar aðrar geimverur sem hingað til hafa verið með asnalegt dót utan á sér eins og ugga, tálkn, veiðihár,ofvaxin eyru og hrukkur til aðgreiningar frá mannverum. Heldur voru þetta alvöru kvikindi. Svo kom Seven of Nine í firsta skiptið í þáttin og þá áttaði ég mig á því að Borg conseptið er ansi töff. ég er samt ekki með rúnk fantasíur yfir Borg Gelluni og hef ekki náð eins langt og einn vinur minn sem að var eitt sinn að spila Klingon honor guard og sagði af fullri innlifun (Klingonar eru ömurlegir vopnahönnuðir).

Fongus