Á tímabili var ég orðinn mjög pirraður yfir hvað EKKERT er að gerast á þessu áhugamáli. Ég var farinn að halda að ég væri síðasti trekkari landsins og gerði margar tilraunir til að koma með eitthvað til að tala um, fékk venjulega 5-7 svör. Ég var að taka eftir því þegar ég sá nýja grein hérna fyrir nokkrum dögum, að ég hafði ekki litið við í margar vikur. Svo ég kíkti. “Kannski það sé eitthvað nýtt hérna, ég er nú ekki búinn að skoða í margar vikur,” og viti menn; Ekkert nýtt, utan við greinina. SAMA SKOÐANAKÖNNUNIN VAR ENNÞÁ Í GANGI! Ég hafði samt þegar verið farinn að skoða aðra samskiptavefi um önnur áhugamál, en einhvern veginn hef ég ekki komið mér inn á neinar Star Trek korktöflur. Samt er ég vefstjóri á www.trekpulse.com og þeir eru með stærsta Star Trek umræðuvefinn. Ég uppgvötaði ástæðuna. Ég hef bara ekki eins mikinn áhuga lengur. Hann einhvern veginn gufaði rólega upp með minnkandi samræðum um þættina. Og ekki bara minnkandi áhugi yfir Enterprise, heldur TNG. Ég á 5 af 7 seríum á DVD og einu sinni horfði ég amk á einn þátt á dag. Ég er alveg hættur nema til að gera gagnrýni fyrir Trekpulse.
Þegar ég hugsa út í það hefði áhugi minn líklegast ekki minnkað svona drastískt ef umræður hér hefðu haldið áfram eða ég hefði haft vit fyrir mér fyrr og flust yfir á aðra umræðuvefi. En nú er ég nokkuð hræddur um að áhugi minn sé kominn í dásvefn, ég er líka hræddur um að hann eigi ekki eftir að vakna aftur. Mér þykir það leitt. Mig langar til þess að hafa áhuga á Star Trek, en það bara virkar ekki. Kannski var það heldur ekki huga.is að kenna. Kannski er það Enterprise sem er farinn að sýna svo útnotaðar sögur að ég kann þær áður en ég sé þáttinn. Kannski er Trekkið bara orðið þreytt, ekki ég. Ef svo er er ég ennþá leiðari. En það er víst ekkert fyrir okkur leikmennina að gera, nema lúta höfði og hreyfa varirnar meðan presturinn heldur ræðuna sína í kirkjunni.
Af mér hrynja viskuperlurnar…