Góðan daginn Hugarar og Star Trek aðdáendur.
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á frétt á www.IMDB.com (internet movie data-base) sem fjallaði um það að Rick Berman misti það út úr sér við einhvern blaðamann að hugsanlega er nú von á elleftu Star Trek myndinni. Berman vildi ekkert segja um söguþráðinn eða hverjir mundu leika í myndinni en sagði þó að hún mundi fjalla um atburði sem gerast fyrir stofnun Sambandsins (Federation).
Þegar ég var búinn að lesa þetta var ég frekar hissa þar sem ég hélt að Universal kvikmyndaverið væri ekkert spennt fyrir því að gera enn eina Star Trek mynd eftir að Star Trek: Nemesis gékk ekkert allt of vel. Einnig hef ég skilið það sem svo að það yrði síðasta myndin með Capt. Picard, Data, LaForge og öllum hinum persónunum úr The next generation þáttunum, og að ekki væri nægur áhugi á að gera bíómynd með persónunum úr Deep Space 9 eða Voyager þáttunum.
En sem sagt nú lítur út fyrir að það verði þá áhöfnin úr Enterprise þáttunum sem mundi bera uppi næstu mynd, eða ekki?
Vandin er sá að ég hef ekki séð minnst á þetta neins staðar annarsstaðar og langartil að forvitnast aðeins um hvort að eingver annar hérna viti eitthvað um þetta?
P.S. First Contact var góð mynd. Insurection ekkert sérstök, en Nemesis hreinlega slæm á köflum. En það er bara mitt álit.