Dark Frontier var þegar á heildina er litið bara prýðis skemmtilegur þáttur. Það er alltaf gaman að sjá gömlu góðu Borganna. Samt eru nokkkur atriði einsog hjá alvöru trekkara sem fóru í taugarnar á mér.
Númer eitt var það að Janeway sem á að heita Kaftein skipsins fór í báðum þáttunum með “away team” yfir í mjög, mjög, mjög hættulegt umhverfi, vægast sagt(hey, við erum að tala um Borg hérna). Þetta strýðir Algerlega gegn höfuð skyldu og reglugerð Kafteins, en það er að hann á aldrei að fara í hættulelegt “away mision” persónulega, vegna þess að hann gæti skaðast eða náðst. Einsog vinur okkar William Riker hefur sagt oftar en einu sinni “The captains place is on the bridge” (Þetta höfuðatriði kom líka fram í TNG þættinum Times Arrow part1) Síðan er annar punktur en það er að þú ert með eitt federation skip sem fer til að bjarga EINUM áhafnarmeðlim yfir í hjarta Borganna þar sem staddir eru endalaust margir Borg kubbar en við munum öll að það þurfti bara einn Borg kubb til að rústa nær öllum flota Starfleets(TNG;Best of Boath Worlds) Að kafteininn fara persónulega með í slíka för finnst mér hálf skrítið en þar sem þetta er nú bara sjónvarps þáttur sem á að vera spennandi og Janeway er aðalpersónan er það svo sem skiljanlegt. Þetta var nú samt cool þáttur þrátt fyrir allt og við hörðu trekkararnir komum alltaf auga á eitthvað sem betur mátti fara.
Þar til ég verð Flotaforingji Starfleets, lifiði lengi og arðbærlega(???)