Ég hef verið að fylgjast með þessu áhugamáli í dag góðan tíma og verið að velta því fyrir mér hversu slappt þetta er orðið og því hvort að síðan eigi rétt á sér í þeirri mynd sem hún er núna! Tók hérna niður upplýsingar svona til gamans sem gefa upp hverjir sendu greinar á kvaða mánuði 12 mánuði aftur í tíman, einnig má semsagt sjá fjölda greina.

2003:
Apríl :Þ
Maí Kariemil-costrek
Júní Zid
Júlí apple
Ágúst Kariemil-Kariemil-Atari
September Kariemil-Spm-Zillus-apple
Oktober Kariemil-Spm-Kariemil- CaptEagle
Nóvemer Kariemil
Desemer Kariemil-Kariemil

2004:
Jan Zealot
Febrúar :Þ
Mars Kariemil

Þarna sé ég eina grein eftir stjórnanda gaman af því ;). Greinarnar eru 20 og eru 10 þeirra skrifaðar af gaur sem kallar sig Kariemil, þannig ef það væri ekki fyrir þennan eina náunga væru þessar greinar helmingi færri humm. Um við höfum séð tvo mánuði þar sem enginn grein kom inn og 4 mánuðir eru skriðandi með 1 grein en í okt var góður mánuður og komu inn 4 greinar. Sú grein sem fékk flestar svaranir var grein costrek frá því í maí 2003 og var hún með heil 23 svör, topið það ha! 3 af þessum 20 greinum fjölluðu um Enterprise seríuna eða frekar komandi seríur af Enterprise (semsagt lítill áhugi fyrir því að skrifa greinar út frá Enterprise þáttum sem við höfum ?séð?). Já semsagt ekkert til þess að hrópa of mikið húrra fyrir.
Ég seigi stofnum sci-fi áhugamál, lokum búllunni og breikkum sjóndeildarhringinn. Meina kvað yrði svona hræðilegt við það að nafnið á þessari síðu yrði sci-fi og innsendar greinar gætu verið um allt sem flokkast undir sci-fi? Meina Star Trek korkurinn myndi halda sér og ef menn vildu skrifa greinar um star trek færu þær að sjálfsögðu inn eins og allar aðrar ci-fi greinar. það er til fullt af góðum ci-fi dóti þarna úti í myndum og þáttaröðum og bókum sem fáir hafa séð en gætu haft svo gaman af ef þeir bara vissu að því.

Með Kveðju Gjallandi.