Hey everybody

Ég ætla að skrifa um eina af uppáhalds persónum mínum úr Star Wars (ekki endilega úr myndunum). Ég veit ekki hvort rætt hefur verið um hana áður, enn svona er mín frásögn. OG EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ SPILA JEDI OUTCAST ÞÁ ER ÞETTA DÁLÍTILL SPOILER! ! !

Sú persóna myndi vera Kyle Katarn, sem er aðalpersónan í Jedi Knight leikjunum og er einnig í Jedi Academy.

Enn anyway, Kyle Katarn var fæddur á tunglinu Sulon sem er eitt af tunglum plánetunar Sullust.
Þegar Kyle var mjög ungur hvarf faðir hans, nokkrum mánuðum síðar komu menn frá The Imperial Army og hengdu upp töflu yfir fórnarlömb fyrirsátar sem The Rebels skipulöggðu og þar var nafn föður hans(er ekki alveg viss hvað hann heitir). Það var mjög erfitt fyrir Kyle að alast upp án föðurs og strax og hann náði lögaldri þá gekk hann til liðs við The Imperial Army.
The Imperial Army sáu strax að hann hafði mikla hæfileika og settu hann í The Special Operations Divisions, enn ekki eftir langan tíma fór Kyle að sjá hvernig The Empire var í raun og veru, illir og miskunnarlausir.
Hann “Hætti” í The Imperial Army strax og hann ákvað að taka að sér vel launað og hættulegt verkefni frá The Rebels, starfið var það að bjarga einum af njósnara þeirra, Jan Ors að nafni. Hún hafði verið tekinn fangi af The Imperial Army.
Kyle hætti lífi sínu til að bjarga henni og sameinuðust þau eftir þetta og hafa verið málaliðar fyrir The Rebels alveg síðan.


Eftir nokkur ár sem málaliði komst hann að því hvað gerðist í raun og veru fyrir föður hans, hann hafði verið drepinn af
“The Sithspit” (Kylie's own words :) Jerec. Hóf hann mikinn og hættulegan eltingarleik á eftir hinum illa Jerec. Í miðjum “eltingarleiknum” komst Kyle af því að hann var mjög öflugur og hafði The Force og varð Jedi.
Þetta gerði Kyle miklu léttara fyrir í förinni eftir hefnd, enn loksins lauk eltingarleiknum í hinum dularfull og goðsagnakennda stað, The Valley of the Jedi. Staður þar sem uppspretta the Force er, og ef maður myndi ganga í gegnum hana myndi hann verða Jedi(a.m.k hálfur Jedi) og fá alveg vænan böndulaf the Force.Þar drap hann Jerec og loksins náði að hefna dauða föðurs síns sem einning hafði verið öflugur Jedi.
Enn í leitinni að hefndi kynntist Kyle the Dark Side og var næstum tældur yfir, enn hann stóðst freistingarnar.
Enn Kyle treysti sér ekki að vera Jedi, hann trúði ekki að hann gæti staðist þær aftur og til þess að vernda sjálfan sig og aðra í kringum sig ákvað Kyle að afsala af sér geisla sverðinu og taka aftur upp fyrri veg, sem málaliði.


Enn nú eftir 8ár síðan fall The Empire varð er allt í einu farið að minnast aftur á The Valley of the Jedi. Komast Jan og Kyle af því að The Remnant eru að gera “sick expirements on the citisens of the new republic” t.d. að reyna þvinga the Force inn í lifandi menn. Enn þau voru fljót að stoppa þetta enn með gífurlegum kostnaði, Lord Desann (enn annar “sithspit”) kemur að Kyle og Jan og tekur hann Jan og myrðir hana í köldu blóði og skilur Kyle eftir illa leikinn. Desann hafði eitt sinn verið góður Jedi, hann hafði verið útskúfaður á sinni eigin plánetu, enn var hann fundinn og farið var með hann í the Jedi Academy. Enn Desann sem byrjaði sem góður nemi varð reiður og eitt sinn drap hann annan nemenda bara af því hann áleit hann ekkki nógu góðan. Flúði Desann eftir það og snéri aldrei aftur. Enn í bræði sinni varð Kyle svo sjúkur í hefnd að hann braut eið sinn að snúa aldrei aftur að The Valley of the Jedi, enn í bræði sinni missir hann allt common sense og tekur ekki eftir því að honum hafði verið veitt eftirför.
Lord Desann og lærlingur hans Tavion höfðu elt, þau höfðu einmitt vonast til þess að hann myndi snúa aftur.
Desann tók yfir The Valley of the Jedi og byrjar að búa til Sith hermenn kallaðir Reborn's. Kyle leitar uppi Desann, og finnur slóð hans á Bespin (heimapláneta Landos), enn þegar hann kemur þangað var Desann þegar farinn enn Tavion var enn þar.
Berjast þau í hörku bardaga, enn Kyle hefur betur og í staðinn fyrir að Kyle drepi sig sagði Tavion Kyle að Jan væri á lífi.
Kyle leyfir henni að fara og hefur leit sína að Doomwalker skipi Admiral Fyyar's, foringi the remnants á þessu svæði og átti Jan að vera um borð í skipi þessu.
Fann hann Jan þar að mestu ómeidd, enn það var ekki nóg að finna hana og bara halda áfram með lífið, heldur varð hann að stöðva Desann og Fyyar.

Kyle barðist við Fyyarog var það annar hörku bardagi enn eins og að venju hafði Kyle betur, Fyyar sagði honum að Desann væri með her af dark troopers(enn þá þróaðri reborns).
Og Kyle kemur og bjargar deginum eins og áður, everybody is happy.
Svona voru helstu afrek og óafrek hans (ég veit að það er ekki til óafrek).

Enn Kyle snéri ekki aftur að málaliða veg sínum, heldur varð hann kennari í the Jedi Academy. Og vil ég benda á það að maður er lærisveinn hans í leiknum Jedi Academy.

Já svona er saga uppáhalds persónu minnar í Star Wars ég vona að þið hafið nennt að lesa þetta.

boggi35