Halló hugarar.
Fyrir nokkru síðan keypti ég mér Attack of the Clones og Phantom Menace á DVD í BT. Það var eitthvað tilboð í gangi og mér fannst bara býsna gott að fá báðar myndirnar á 2000 kallþó að mér finnist Phantom Menace algert drazl!!! (ég þoli bara ekki Jar Jar)
Nú jæja, en í gær horfði ég í fyrsta sinn á allt auka efnið á Attack of the Clones disknum. Og ég verð nú bara að segja að mér finnst að myndin hefði verið miklu betri með öllum senunum sem George Lucas ákvað að klippa út! Fyrst þegar ég sá myndina fannst mér ástarævintýri þeirra Anakins og Amidölu frekar asnalegt því mér fannst hún svo köld og leiðinleg eitthvað. Nú kemst ég að því að það var vegna þess að senurnar sem skipta mestu fyrir hennar persónu voru kliptar út. Skít með það að myndin hefði verið 5 min lengri.
Einnig þegar maður horfir á viðtölin við leikaranna og heyrir þeirra útskýringar á hvernig persónunar haga sér og þróast (aðalega Anakin og Amidala) þá skilur maður betur hvað hann Lucas var að reyna að gera.
Eftir því sem ég horfi oftar á myndina vex hún í áliti hjá mér og ég er bara farinn að halda að sé mögulegt að Episode 3 “Rise of the Empire” geti orðið hin fínasta skemmtun. ég vona bara að Jar Jar deyi í henni eða verði bara alls ekkert með.
Hvað finnst ykkur hugurum annars um Attack of the Clones?
P.S. Mocumentory-ið um hann R2D2 fékk mig til að brosa og skella upp úr nokkrum sinnum.