Ég verð að segja að ég er að vera frekar þreyttur á að sjá alltaf sama vælusönginn hér á huga, í hvert það skipti sem Sjónvarpið fellir niður sýningar á Trekkinu vegna annarra atburða.

Hvenær ætlar fólk, ekki aðeins að átta sig á, heldur að sætta sig við, að Trek er ekki fremst í forgangsröð Sjónvarpsins.

Ef þið viljið kvarta, kvartiði þá við Sjónvarpið, ekki við okkur hin sem erum sammála ykkur. Það er orðið ótrúlega leiðinlegt að sjá þetta þunglyndi hérna eftir hvert skipti.

Mér finnst líka að fólk geti nú bara verið ánægt með að Sjónvarpið skuli yfir höfuð sína Trek, þó það sé ekki nema endrum og eins, það er ekkert sjálfgefið. Það er nú ekki einsog þetta sé vinsælasta sjónvarpsefni á meðal Íslendinga.

Persónulega er ég mikill trekkari, en ég get vel skilið að meirihluti landsmanna vilji frekar sjá beinar lýsingar frá kappleikjum en Star Trek. Reyniði að sjá þetta frá því sjónarhorni og hætta þessu volæði. Sýnið nú af ykkur smá reisn.

Vargu
(\_/)