Ok, mér finnst allt í lagi að skrifa greinar með spoilerum svo lengi sem þær eru vel merktar. Það sem mér finnst ekki í lagi er að skella á Forsíðu Star Trek mynd úr og umfjöllun um næsta þátt. Þeir aðilar sem eru að þessu viljiði vinsamlegast bíða þangað til er búið að sýna þættina.
Ég vil yfirleitt vita sem minnst um hvað gerist í næsta þætti og ég veit að það eru margir sem eru á sama máli og ég.
Coby, eins og þú hefur kannski tekið eftir hef ég stundum neitað að heyra um næsta þátt af Trekkinu. Ég vill hafa þetta val á huga líka. Mig langar ekki að þurfa að sjá Synopsis “in my face” um leið og ég kem inn á áhugamálið. Hversu erfitt er að skrifa það sem grein?
Bara að biðja um smá tillitsemi við okkur sem viljum ekki alltaf vita allt fyrirfram.
mé finns bar cool. Þessi gluggi er skemmtileg viðbót við góða trek spjalls síðu og þeir sem vilja ekki sjá það geta límt litlann gulann miða uppí hægra horninu á skjánum sínum þegar þeir koma inn á Huga.is/startrek. :)
Þetta sem kemur fram um næsta þátt flokkast ekki sem spoiler, og er tekið beint úr “synopsisinu” á StarTrek.com. Þetta er yfirleitt ein setning sem rétt gefur til kynna um hvað þátturinn fjallar. Síðan passa ég mig yfirleitt á að velja ekki mynd úr þættinum sem inniheldur spoiler. Trailerinn er hinsvegar aðeins varasamari og getur innihaldið minniháttar spoilera.
Þetta “synopsis” er í raun ekki ólíkt því og þegar breskir sakamálþættir eru auglýstir á RÚV. Þá er alltaf sýnt brot úr þættinum og þulan fer með línu á þessa leið: “Morse fer í heimsókn til ömmu sinnar í Brighton, og ekki líður á löngu áður en dularfull morð eiga sér stað í næsta húsi.”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..