Þessi grein er reynd að vera sem mest á íslensku og unnanlegt er. því miður höfum við þann hæfileika að gefa enskum þýðingum alveg fáránlegar merkingar og því er það því miður ekki alveg hægt.
-=Star Treck Bridge commander=-
Var með frekar þreytt bardagakerfi þar sem maður gerði varla neitt en að bosta allt upp og rústa óvininum. Samt var umhverfið í honum mjög flott þó að grafíkinn hafi ekki verið upp á marga kannta. (mér hefði fundist það persónulega mjög flott ef CCP hefði byggt Eve upp á svipuðu looki þar sem það var alger snilld að getað verið inná brúnni og gefið skipanir um hitt og þetta. Netspil í bridge commander er gjörsamlega hræðilegt. “Dont go there segi ég nú bara”. Samt er bridge commander með alveg rosalega gott sound sem bæði gerir samræðurnar við skipverjanna þína og bargaga senurnar mjög skemmtilegar (líka það að þeir hafi fengið Picard og Data til þess að tala inná hjá sér er auðvitað plús). Yfir heildina litið fær hann 2 og hálfa stjörnur hjá mér þar sem söguþráðurinn,hljóðið og smá hluti af spilamennskunni stendur upp úr þó svo að graffík,movements,netspil og hvað hann er fjandi einfalldur dragi verulega úr einkunnargjöf.
-=Star Trek Away Team=-
hmmm það eina flotta í þessum leik er menuinn sem maður sér í byrjun leiksins :D ALLT annað er algjört rusl. Fyrir þá sem eru forvitnari þá er þessi leikur í anda Commandos leikjaseríunnar þar sem spilarinn stjórnar Sambands sérsveit. Hún er áhöfn skips sem bregst við neyðarkalli frá öðru sambands skipi og kemst þar að því að allir um borð eru smitaður að undarlegri veiru sem virðist eiga rætur sínar að rekja til Cardassana.Því miður er hugmyndinn af þessum leik góð en hún er gjörsamlega í alla staði gerð röng og ættu menn hjá Reflexive entertainment virkilega að hugsa sinn gang (hver svo sem þeir eru)
-=Star Trek - Klingons Accademy=-
Þessi leikur er þó byggður upp á svipaðan hátt og bridge commander fyrir utan það að hann er eingöngu byggður upp í fyrsty persónu (ef það má orða það þannig) þú leikur Klingonskan kaptein sem lendir strax í stríði á milli sambandsins og klingonska heimsveldisins. Þar þarftu að ljúka verkefnum á sem skilvirkastan hátt þar sem það er algjörlega í þínum höndum hvernig þú stjónar skipinu þínu. Þessi leikur er algjör snilld spilanlega séð þar sem hann er mjög krefjandi og ekkert alltaf ein leið til þess að ljúka eftirfarandi verkefnum sem þér eru gefinn. þetta og það að þú getur í þessum leik stjórnar gjörsamlega ÖLLU sem gerist um borð í Ránfuglinum sem þú stjórnar.Allt frá því að láta það verða ósynilegt, læsa á ákveðinn kerfi um borð í óvinaskipum til þess að getað gert það óvirkt og hertaka það í nafni þínu. Það sem gerir þennan leik svo ótrúlega skemmtilegan er það að þú getur næstum aldrei slappað af og látið áhöfnina sjá um alla vinnuna. Neiiiii þarna er þetta allt undir þér komið. Einnig er netspil í honum alger snilld þar sem það er ótrúlega krefjandi að gera allt rétt þegar maður lendir í risastórum bördögum við reynda Kapteina. En því miður þó að þessi leikur sé í flesta staði alger snilld þá hefur hann einnig sína galla eins og flestir leikir og má þar nefna graffík,hljóð og hve erfitt og gremjulegt það getur verið að setja sig inní hann. Einnig er Joystick mikilvægur til þess að auðvelda manni verkið. yfir heildina litið fær hann 3 stjörnur hjá mér og fá þeir sem gerðu hann eitt stór hrós.
Því miður hef ég ekki prófað Star Trek Elite force og mun ekki gera það miðað við þær lýsingar sem ég hef heyrt.
Sælir að sinni og gleðilegt nýtt á