Vúlkanar voru Álfar Gene Roddenberrys. Vúlkanar voru siðferðislega réttari en menn, og þrátt fyrir tilfinningaleysi voru þeir samt hlýir á örlagasatundum. Viðhorf þeirra til ýmissa hluta hefur gegnum tíðina verið svolítið misjafnt, en þó blandað tilfinningaleysi og rökvísi, þó er greinilegt að svona hafa Vúlkanar ekki alltaf verið. Í fyrsta lagi hefur nánast alltaf verið vitað að á plánetunni Vúlkan voru tvær skyldar tegundir sem áttu í stríði við hver aðra um langa hríð; Rómúlar og Vúlkanar. Þá var alltaf sagt að Vúlkanar hefðu erið góða hliðin og Rómúlar hin vonda. Þó er þetta ekki beinlínis á hreinu og ýmislegt sem bendir til að líklegra sé að upphafsstaðurinn sé Rómúlus og Rómúlarnir hafi verið undirokar Vúlkana en ekki öfugt. Það efni bíður þó betri tíma.

Vúlkanar hafa í Enterprise verið sýndir miklu þröngsýnni, óþolinmóðari og “Rómúlalegri” en Vúlkanar almennt. Þeir eru ekki jafn siðferðislega réttir, og allt siðferðislega rétt kemur frá Mönnunum og siðferðislega röngu hlutirnir frá Vúlkönum. Því tel ég líklegt að í framtíðinni muni Vúlkanar breytast vegna Manna, og verða dýrlingarnir sem áður var minnst á. Einnig er greinilegt að tilfinningaafturhald Vúlkananna er ekki jafn sterkt og í TOS, TNG og svo framvegis. T'Pol er gott dæmi um þetta.

Svo er það málið með menningarkimann sem kallast V'tosh ka'tur á Vúlkönsku. Þeir virðast hafa tekið yfir sem meirihluti á tímabilinu milli Enterprise og Star Trek (TOS). Það kemur skýrt fram í þættinum Fusion, að þeir eru þeir einu sem geta framkvæmt hugblöndun. Í upprunalega Star Trekkinu og síðar geta það allir Vúlkanar. Einnig er þeim tengdur sjúkdómur; Pa'nar heilkennið, sem lýsir sér í alvarlegri taugahrörnun. Venjulegir Vúlkanar sem eru smitaðir eru álitnir - jafn óæskilegir - og V'tosh ka'tur.

Munurinn á retro-Vúlkönum (TOS og síðar) og V'tosh ka'tur er þó sá að retro-Vúlkanar eru ekki svona tilfinningríkir. V'tosh ka'tur eru yfirleitt á flótta frá tilfinningalausu Vúlkönsku samfélagi í Enterprise, með breytingum á hegðun, líkt og Rómúlarnir forðum. Það er greinilegt að eitthvað með þessa erfðafræðibreytu: Hugblöndunarhæfileikann, blanadaðist öllum Vúlkönum síðar, en þó hafa gömlu gildin: Rökvísi og tilfinningabælni haldist. Ástæður þessa eru óvitaðar enn sem komið er. Því er eins gott að Enterprise hætti ekki eftir 4. seríu en tal þess efnis hefur verið hátt á lofti í netheimum upp á síðkastið.

Enterprise Vúlkanar
V'tosh ka'tur (Órökvísir Vúlkanar, minnihlutahópur á tímum Enterprise sem hefur hugblöndunarhæfileika og er talinn óæskilegur af flestum Vúlkönum)
Retro-Vúlkanar
Rigel Vúlkanar (Vúlkanar sem settust að á Rigel 2 eða 3 ef ég man rétt, kom óljóst fram í “Journey to Babel” TOS)
Rómúlar
(Remanar virðast hafa verið upprunaleg tegund á pláneutnni Remus, en að einhverju leyti blandast Rómúlum, eins og sjá má á enni og eyrum)

Þessi listi er kannski tæmandi, kannski ekki, en nær yfir alla hópa Vúlkan-ættaðra samfélaga sem komið hafa fram.

Einnig má þess geta, að talið er að íbúar plánetu kenndri við ólíkamlega veru að nafni Sargon, gætu verið forfeður Vúlkana, en þessi vitneskja er óljós

——————————————
Ká ri Emil
Af mér hrynja viskuperlurnar…