Ég kemst ekki, vantar pening og tíma.
Annars er skil ég ekki af hverju fólk getur ekki hlegið í hljóði. Ef fólki finnst Trekkið þetta fyndið, endilega lesa og hlægja, en ekki tala niður til fólks og láta því líða illa yfir áhugamáli sem það hefur. Það eru til mörg áhugamál sem hægt væri að hlæja að annað en Star Trek (það fer eftir smekk hvers og eins). Til dæmis geta kannski einhverjir hlegið að fólki sem horfir á fótbolta, handbolta, formúluna eða bara nágranna. Persónulega er ég ekki á móti neinu af þessu og horfi t.a.m á fótbolta af og til, vaki eftir formúlunni. Einnig horfi ég á Star Trek þegar ég kemst til þess.
Geta þessir menn sem kalla aðra nörda vegna einhvers sem þeir hafa áhuga á, virkilega ekki séð að þeir hafa eflaust áhugamál sem einhverjir myndu eflaust finnast… kannski ekki nördalegt, heldur yfirborðslegt og fáránleg, mögulega samt nördalegt.
Það hefur eflaust verið minnst á þetta fyrr og mætti alveg vera bara grein um málefnið þvi það er enganvegin ásættanlegt að fólk skuli vera að setja út á áhugamál með þeim hætti sem of margir hafa gert. Ef fólk vill setja út á Star Trek, endilega gera það á vitsmunalegum nótum og koma með rök fyir máli sínu (það að segja nörd nokkrum sinnum er ekki rök)…