Jæja, nú er þriðja serían af Enterprise hafin og er ég voðalega spenntur. Búinn að sjá fyrsta þáttinn, og mun sjá vonandi þátt númer 2 seinna í kvöld.

Ég hlakkaði voðalega til að sjá fyrsta þáttinn af seríunni, þar sem spennan var í hámarki við lok síðasta þáttar af seríu númer 2. En…fyrsti þátturinn ekki eins spennandi og ég átti von á, svona miðlungs enterprise þáttur.

Er ég búinn að skoða þá þætti sem eru framundan, fyrstu 7 þættina af þriðju seríunni, og svo virðist sem vera að framleiðendurnir ætli alveg að focusa á þetta Xindi dæmi. En allir þættirnir munu fjalla um ferðalag Enterprise geimskipsins til að finna þessa Xindi gæja og þá sem eru að framleiða þetta massíva vopn.

Augljóst er að það á að reyna lífga þættina aðeins upp, reyna koma einhverju inn í þættina svo fólk reyni að horfa alltaf á næsta og næsta þátt. T'pol komin í nýjan rauðan spandex-galla, ætli það eigi ekki að laða einhverja perra að sjónvarpinu, og búið er að poppa aðeins uppá “Faith of the heart” lagið sem kemur alltaf í byrjun.

En nú er bara spurning hvort þetta muni ganga upp hjá þeim, minnir doldið á viðsnúninginn sem varð í DS9, þ.e. fyrstu 2 seríurnar ekkert voðalega spes og svona stand-alone þættir, en svo í þriðju seríu breyttist þetta meira í framhaldsþáttaröð þar sem þú gast horft á marga þætti í röð sem voru allir tengdir saman.

.