Mér finnnst einsog það hafi verið svolítið mikill neikvæð umræða að undanförnum um hann Rick Berman fremleiðanda star trek. Þetta finnst mér svolítið leiðinlegt þar sem það var hann sem tók við star trek “eldinum” og hélt honum lifandi eftir fráfall Gene sáluga. Það er í rauninni hann sem hefur haldið trekkinu lifandi frá því að Gene féll frá ´91 í 4 sessoninu af TNG(að mig minnir). Þetta er maðurinn sem sá til þess að myndir einsog Geenerations, First Contact(að mínu mati besta myndin) og Insurection urðu að veruleika sé ekki talað um alla DS9 og VOY þættina. Án hans hefði að ég held star trek dáið skömmu eftir fráfall Gene´s. Það er rétt að hann fór svolítið óhefbundna leið þegar hann ákvað að þriðja þáttaröðin er gerð skyldi um star trek væri ekki með geimskipi sem héti Enterprize og væri ekki með könnun geimsins sem aðal plot. Sumir hafa bölvað hann í sand og ösku fyrir að hafa gert þetta, en mér finnst hann hafa leit star trek inna nýtt og skemmtilegt svið, aðeins öðruvísi en þetta hefðbunda “kanna og fara svo” þema sem einkenndi TNG og TOS. Hér var hægt að vinna betur og gera meira með það sem var til staðar einsog t.d. Bajorana og Kardassana og í staðinn fékk maður svo tvo miklu heilsteyptari kynstofna sem maður öðlaðist betri skilning á, í stað bara eitthvað “race” sem Enterprizinn hittir í einnum þætti og svo sér maður “raceinn” aldrei aftur. Síðan kom náttúrulega VOY sem mér finnst hafa staðið sig alveg prýðilega við að halda uppi star trek fánanum sem könnunar skip(þó auðvitað jafnist ekkert á við gamla góða Enterprizinn). Það sem ég held að hafi haft mikill áhrif á gífurlegum vinsældum TNG hafi verið leikurinn og þá aðalega hjá Patrick Stewart sem er náttúrulega afbragðs góður leikari og besti leikari sem hefur nokkurtíma leikið í star trek(nátturulega=að mínu mati). Annað sem ég get sagt um Rick Berman er það að hann er sá sem á heiðurinn af því að ég kynntist star trek, því einsog flestir ef ekki allir voru það einmitt DS9 þættirnir sem fyrst voru sýndir hér á landi og það var í gegnum þá sem ég kynntist star trek. Ef Rick Berman hafði ekki gert það sem hann gerði þá hafði ég ábyggelga ekki orðinn jafn mikill áhuga maður um star trek og ég er í dag og þetta á örugglega við um fleiri. Það er nátturulega líka staðreynd að þegar maður(Rick) tekur við og heldur áfram með verk annars manns(Genes) kemst hann ekki hjá því að setja hluta af sjálfum sér og það sem honum finnst inní dæmið. Það var Gene sem fékk hugmyndina um star trek og úfærði hana í TOS og TNG en ég held að hugmyndir hans um star trekkið sitt hafi einskorðast svolítið við því að bara gera þætti og myndir um könnunar skip sem nefdist Enterprize. Ég held líka að Gene vildi að Rick tæki við trekkinu því þeir unnu mjög náið saman í gerð TNG –*gott og blessað*. Fyrir mér er Rick maðurinn sem opnaði star trek uppá miklu stærra svið með miklu fleiri mögurleikum og gerði þar að leiðandi star trek að miklu stærra “Undri”-(*svolítið dramantískt OK*)

*Mér finnst til dæmis Ds9 skemmtilegasta þáttaröðin og minni lesendur á það að allt sem ég skrifa í þessari grein byggist á mínum skoðunum og ef ég fer einhverstaðar rangt með Staðreyndir þá megið þið vinsamlegast benda mér vinsamlega á þær villur.*

*ÚFF þetta tók sinn tíma en þetta var bara eitthvað sem ég vildi koma á framfæri í umræðunni um Rick Berman*