Ég var að velta fyrir mér. UFP samanstendur af mjög mörgum kynstofnum -(right)- einsog t.d. Vulacans, Trills, Bolians og Andorians svo nokkrir séu nefndir, en samt er það einsog að í
Stjörnuflotanum(starfleet) séu bara Menn(Humans). Þetta mér finnst nokkuð merkilegt þar sem ég hefði haldið að það væru aðrir kynstofnar þarna úti sem hefðu kannski álíka mikinn áhuga á að kanna alheimin og Menn hafa. Ég hef verið að fylgjast svolítið með þessu og allt “background” fólkið og auka “awayteam” mennirnir virðast allir vera Menn(Humans). Þetta leiðir mig að þeirri rökréttu niðurstöðu að áhafnir á geimskipum innan stjörnuflotans séu að lang mestu leyti Menn(Humans). Þetta leiðir mig svo aftur að þeirri niðurstöðu að stjörnuflotinn(Starfleet) samanstendur 80-90% af Mönnum(Humans). Þetta finnst mér nokkuð ótrúlegt og líka svolítið leiðinlegt. Ótrúlegt fyrir þær sakir að í Sameinuðu ríki af ótal kynstofnum séu bara einstaklingar af einum kynstofn sem fara í aðal “Herinn” og könnunnar stofnun/deild Ríkisins. Leiðinlegt fyrir þær sakir að það væri gaman að sjá kannski einn og einn Bolian eða Trill bregða fyrir. Þeir(framleiðendur þáttarins) gera þetta ábygilega til að spara tíma og fyrirhöfn í að faðra bakgrunnar leikara sem koma kannski aðeins fyrir í 5 sekúndur. En þar sem er lögð svo mikill vinna í það að gera þetta allt saman svo raunverulegt(sem er einmitt einn aðal ástæðan fyrir að mér finnst star trek svona skemmtilegt) þá myndi maður ætla að það væri ekki of mikil fyrirhöfn að skella tveimur álfa eyrum á einn og einn aukaleikara til að hafa þetta nú sem raunverulegast.

hvað finnst ykkur????