Halló.
Þetta er eiginlega svar við spurningu sem kom á korkinn, en þar sem ég gat bara ekki hætt að skrifa svarið við henni, þá ákvað ég að senda þetta inn sem grein. Hérna er URLið að spurningunni:
<A HREF="http://www.hugi.is/startrek/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=109263&iBoardID=84">Nördar????</A>
Innihald spurningarinnar var það hvort fólk sem horfði á startrek, starwars, b5, farscape, eða eitthvað annað sci-fi væri nördar.
Og erum við nördar ef við horfum á þetta ???
Málið er að þetta er bara áhugamál eins og hvert annað, akkuru eru þeir sem horfa á enska boltann og ganga um í liverpool/arsenal/united/bleh………svona búningum ekki líka kallaðir nördar ???
Þetta er bara eitthvað sem við höfum gaman að og ég svosem spái ekkert í það hvað öðrum finnst um það þó svo að ég hafi gaman að þessu, ég er bara jolly yfir því að eiga hobbí.
Þetta er bara öfundsýki í fólki, það þorir ekki að koma út úr skápnum og viðurkenna að því finnist gaman að sci-fi og gerir þessvegna grín að öðrum sem hafa gaman að þessu.
Það þyrfti að stofna svona samtök, samtökin1701 eða eitthvað álíka fyrir trekkara sem eru nýkomnir út úr skápnum og þurfa á stuðningi að halda til að hverfa ekki aftur inní skápinn.
Hættum bara að láta þetta angra okkur, ég geri það ekki og hef aldrei gert, hef bara gaman að því þegar fólk er að skjóta á mig hversu mikill nörd ég er, bara hlæ að því HAHAHAHAHAHA
Sjáðu nú bara fólkið sem horfði á Santa Barbara á sínum tíma og líka dallas, shit hvað það var ruglað, það tæmdust allar götur þegar hver þáttur byrjaði……..
er það eitthvað öðruvísi en að horfa á trekkið og annað sci-fi, neibbbbbb, alls ekki, þetta er bara hlutur sem við höfum gaman að.
Spáið í því hvernig heimurinn væri ef allir hefðu áhuga á því sama, þá væri rúv allsráðandi með eitthvað eitt prógram sem allir hefðu gaman að og allir myndu ganga um í Man.Utd búning(nú verð ég laminn af einhverjum:). Heimurinn væri komin langleiðina til helvítis. Og í helvíti væri enginn annar en framkvæmdarstjóri sjónvarpsins í hásæti sínu þarna niðri með djöfulinn í fanginu.
Vona að þið hafið haft gaman af þessari lesningu og vitleysu.
Reynir
sagaceo@hugi.is