Já eins og ég sagði þá panntaði ég hlutana að utan. Mér var komið í samband við mann í USA sem selur stormtrooper búninga. Eins og má sjá á síðunni þá er þetta svona “KIT” og það er gert úr ABS plasti sem er glansar, þannig að það þarf ekki að mála það.
Svona búningur kostar um 45.000 kr og svo bætist við tollagjald. 10% tollagjald og 24% vaskur. þannig að þetta er dæmi upp á um 65.000 kr. En þetta er þess virði.
Það fylgir allt með nema skór, undirbúningur og handskar.
Ég keypti Boba Fett brynjuna á 80 dollara af náunga (egyptbrick) á ebay.
Hún kom máluð en það var mjög léglega gert þannig að ég ákvað að fara út í það að mála hana sjálfur.
Það er meiri vinna við að setja saman Boba Fett því að ég þarf að láta sauma samfesting og fleirra fyrir mig. Sem betur fer á ég systur sem kann að sauma.
Ég ætla að setja saman síðu um hverngi það gengur á næstunni.
Ég þakka fyrir hrósið, og mæli með því að ef menn hafa áhuga á því að taka sér svona fyrir hendur og eiga smá auka aur þá endilega slá til.